Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 107
106
Kristinn:
Þótt þið Haukur séuð ósammála um hvort og þá hvers konar íronía sé í
verkum þínum, Snorri, þá virðist háðið aðferð þín til að ögra umhverfinu
og með því ávinna þér ákveðið tjáningarfrelsi. Það er auðvitað persónuleg
afstaða sem tengist ákveðnum skilningi á hlutverki listar og kannski engu
við það að bæta af þinni hálfu? En eigum við, að lokum, að skoða þetta
frelsi, myndlist og íroníu, í stærra menningarlegu samhengi?
Haukur Már:
nú freistast ég til að færa mig frá hugmyndinni um tjáningarfrelsi að sjón-
frelsi: ekki frelsi listamannsins til að tjá sig, heldur frelsi annarra til að
sjá. Í flestum rýmum heyrir sjón okkar undir ótal tegundir valds. Rými
myndlistar, sem einhvern tíma voru salarkynni í höllum og köstulum, síðar
söfn, gallerí, nú hvar sem listin kýs og þorir að bregða niður fæti, það eru
rými þar sem fólk má horfa. Í rými myndlistar mega augun staldra við og
gaumgæfa – auðvitað er líka ætlast til þess, þau mega og eiga, en hér ætla
ég að staldra við leyfið.
Rými myndlistar teflir ekki fram neinum fyrirvörum: listin er ekki
þarna til að upplýsa þig eða fræða um eitt eða neitt; hún er þarna til að
vera þarna, til að þú getir horft á hana, hvað sem síðan af því leiðir. Þess
vegna, meðal annars, var pissuskálin hans Duchamp merkileg; auðvitað
sem listsögulegur atburður, rof í það sem áður var og svo framvegis, en
líka einfaldlega sem leyfi til að sjá þennan hlut. Þeir sem hefðu sótt sýn-
inguna, hefði hún ekki einmitt verið bönnuð þegar til kastanna kom, hefðu
kannski ekki undir neinum öðrum kringumstæðum séð pissuskál. notað
hana já, tekið hana inn í sjónsviðið til að staðsetja sig gagnvart henni og
svo framvegis – en ekki séð hana.
Viðtakendur lista eru auðvitað ekki bara augu, þeir eru líka hlutir, félags-
legir hlutir, sjálfir til sýnis fyrir aðra áhorfendur og hver gagnvart öðrum.
Þar verður til rýmið sem félagsfræðin rannsakar: hálfmeðvitaða eftirlitið
með því hver horfir á hvað, hver neytir hvaða menningarafurðar. Ég leyfi
mér að horfa fram hjá því hérna og hugsa ídealískt um listina. Það eru ekki
aðeins viðfangsefni sem eru tekin úr hversdagslegu samhengi sínu, þegar
við stöndum frammi fyrir listaverki, heldur líka við sjálf, augun okkar. List
sýnir okkur hvers augu okkar eru megnug umfram nytsamlega beitingu
þeirra dag frá degi. Ég veit ekki nema íronía geti verið nothæft orð strax
yfir þá grunnaðgerð, sem liggur að baki allri sjónrænni list. Hún gerir fleira,
nauðsynlega, á grunni þessa, en leyfið til að sjá er fyrst, upphafsreiturinn.
KRISTInn ScHRAM