Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 112
111
bara við þann takmarkaða hóp sem er í alvarlegum stellingum og ber djúpa
virðingu fyrir valdinu, þó þann hóp megi auðvitað ekki sniðganga. Það er
ekki nóg að einskorða samtalið við hörðustu stuðningsmenn og samherja.
Samtalið verður að vera við alla, eða leita að minnsta kosti allra leiða til að
vera það.
Þegar stjórnmálamenn beita útúrsnúningum, þegar þeir sýna ósann-
girni, fara í manninn en ekki boltann, sýna almennt af sér leiðindi, þá
missa þeir traust og virðingu fjöldans. Dags daglega reynir fólk að koma
vel fram við hvert annað. Þolinmæði fyrir annarri hegðun er takmörkuð.
Það er ekki nóg fyrir stjórnmálamanninn að finnast hann hafa rétt fyrir sér,
að allt sé andstæðingnum að kenna. Almenningur þarf að vera sama sinn-
is. Virðingu og traust er ekki hægt að heimta eða panta. Ef almenningur
missir áhuga, eða lyst, á stjórnmálum þá er það ekki stjórnmálamanna að
setja á sig snúð og heimta að almenningur breytist. Stjórnmálamenn verða
að laga sig að almenningi til þess að geta átt við hann samtal.
Ein leið til þess er húmor og íronía. Almenningur notar íróníu ekki
bara til þess að gagnrýna eða koma róti á umræðu. Í daglegu lífi er íronía
ekki síður notuð til þess að gera okkur umræðuna bærilegri og létta okkur
stundir í daglegu amstri. Þar sem íronían er orðin stór hluti af daglegri
umræðu mjög margra þá er það skylda stjórnmálamanna að laga sig að
henni. Við getum ekki haldið okkur við þurr hugtök og prósentutöl-
ur meðan við rembumst við að hnýta á okkur bindishnútinn og skiljum
almenning eftir.
Það er ljóst að þeir sem hefðu plumað sig í formföstu og reglulegu sam-
tali tuttugustu aldarinnar eiga á hættu að verða utanveltu í samtali tuttug-
ustu og fyrstu aldarinnar. og ef stofnanir stjórnmálanna eru öðrum megin
í því samtali en stór hluti, ef ekki þorri, almennings einhvers staðar allt
annars staðar. Ja, þá er illt í efni.
Það fellst ákveðin íronía í því að ef stjórnmálunum tekst ekki að aðlaga
sig að og helst tileinka sér íroníu á uppbyggilegan hátt, þá eru allar líkur á
því að stofnanir stjórnmálanna verði íroníu að bráð. Það getur auðveldlega
farið fyrir þeim eins og sjálfumglaða keisaranum berrassaða og það gæti
orðið lýðræðinu dýrt.
VIRðInG ALVARLEIKAnS oG GILDI LEIðInDA