Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 116
115
urum ríkisins og um leið engum sérstökum. Lýðræðið hjá Forngrikkjum
hafði engin not fyrir sérstaka stétt ráðamanna eða stjórnmálamanna.
Óttarr Proppé hefur án efa rétt fyrir sér þegar hann eignar almenningi
hæfileikann til þess að lesa í og greina skilaboðin í orðum stjórnmálamanna.
Þegar hann hefur til að mynda áhyggjur af stjórnleysi, sem hann líkir við
sturlungaöld, heimstyrjöld eða Búsáhaldabyltingu (en telur þó vera valkost
í stjórnmálum), og þegar hann ráðleggur félögum sínum í röð stjórnmála-
manna að nota húmor og íróníu, þegar þeir tala til eða við almenning, les
ég það svo að hann líti á stjórnmálamenn sem sérstaka stétt, aðgreinda
frá og ofar almenningi. Þá er hann raunar hugmyndafræðilega á báti með
Platoni, helsta óvini lýðræðisins til forna. Með svolítilli einföldun má segja
að Platon hafi talið rétta meðferð ríkisvaldsins líkasta stýrimennsku og
vildi því fela stjórnmál þeim einum sem hefðu ígildi pungaprófs á því sviði
frá skóla hans Akademíunni. Á okkar dögum koma árásirnar á lýðræðið
einkum frá nýju rekstrarfræðinni, sem er gegnsýrð þeirri hugsun að stjórn-
mál séu ekki fyrir fjöldann heldur aðeins fáa, oligarkhia heitir það á grísku,
og einkum þá sem tekið hafi vissa kúrsa í viðskiptafræði. Það er hollt að
minnast þess að rekstrarfræðin nýja gaf íslensku bönkunum hæstu einkunn
í rekstri alveg fram í hrunið.
En Óttarr Proppé greinir rétt, að mínu viti, ástæðurnar fyrir velgengni
Besta flokksins. Hún byggðist á nýlegum óförum atvinnustjórnmála. Þær
ófarir rifjuðu nefnilega upp fyrir okkur að ríkisvaldið er framselt stjórn-
málamönnum tímabundið í hvert sinn sem kosningar eru haldnar í lýðveld-
inu. Í Búsáhaldabyltingunni, sem í forngrískum skilningi var ekki dæmi
um anarkiu heldur demokratiu, rifti almenningur um tíma valdaframsalinu
til ráðamanna sem voru hvort eð er ráðalausir og farnir að hegða sér eins
og hin mestu ólíkindatól. Vanhæf ríkisstjórn! hrópaði fólkið á Austurvelli
og tók völdin aftur. Óttarr þarf ekki að óttast að verða samrassa stjórn-
málamönnum því í stjórnmálunum er einn rass undir okkur öllum.
Þennan forngríska sannleika virðist Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri
hafa skilið. Jón Gnarr gaf ekki kost á sér til endurkjörs í borgarstjórn-
arkosningunum 2014 og forðaði sér þannig frá því að verða atvinnustjórn-
málamaður, eða oligarkhos á forngrísku. Með því að afþakka völdin og
hlamma sér aftur á almenningsrassinn sýndi hann að hann verðskuldaði
traust kjósenda. Óttarr Proppé skrifar réttilega: Virðingu og traust er ekki
hægt að heimta eða panta. Það var ekki með íróníu eða ólíkindum sem
Jón Gnarr aflaði sér og Besta flokknum fylgis kjósenda árið 2010 heldur
ÓLÍKInDI oG EnDURREISn LÝðRÆðIS