Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 132
131
því gerir það skemmtilegt. Það er auðvelt að mála hagfræði, skipulag öldr-
unarþjónustu, staðla í frárennslismálum og meðferð opinberra upplýsinga
sem grútleiðinleg viðfangsefni. En þau þurfa ekki að vera það.
Gagnsæi og vönduð stjórnsýsla er lykill að því að byggja upp og viðhalda
trausti. Það getur kostað vinnu og tíma, verið vesen í augum einhvers, en
flokkast seint undir að vera óþarfa vesen. Þvert á móti er þetta lykillinn
að því að traust geti myndast eða haldist. Sumir halda að það geti verið
skilvirkt að einn ráði öllu, en hvað getur einn maður gert annað en að leita
ráða, reyna að skilja og kynna sér hlutina? Enginn tekur góðar ákvarðanir
nema í víðtæku samráði við fólk og þá getur stundum verið betra að láta
fólkið hreinlega um það að ákveða. Ég er hallur undir stjórnleysi í mínu lífi
og hræðist það síst, en ég verð ekki var við að margir mæli því bót. Hvers
vegna ekki? Kannski vegna þess að fólki hefur verið innprentað að sé það
ekki leitt af einhverjum einum verði algjört kaos. Stjórnmálamenn verða
auðmjúkari þegar þeir skilja að þetta er algjör vitleysa og að það besta sem
þeir geta gert er að haga sér í samræmi við það. Skilja að þeir ráða engu
heldur eru tímabundnir þjónar fólksins. Þeir móta ekki hugsun fólks og
viðhorf heldur þjóna því og finna þeim farveg. Þar liggur ábyrgð þeirra.
Björn Þorsteinsson skilgreinir það sem lykilverkefni að „færa valdið í
reynd til fólksins“. Ég er sammála því að sú þróun sé nauðsynleg lýðræð-
inu. Þetta er flókið viðfangsefni og gerist ekki með einu pennastriki fyrir
fullt og allt. Það skiptir máli að slíkar breytingar séu gerðar með eins
breiðri þátttöku og mögulegt er. Einræði er alltaf ólýðræðislegt þó það
sé menntað. Óeðlilegt vald sumra hagsmuna á kostnað annarra er ólýð-
ræðislegt. Þá gildir einu hvort þeir hagsmunir eru ömurlegir eða töff.
En sú almenna aðferð að meirihlutinn ráði einfaldlega, að 50,1% fái allt
en 49,9% ekkert, er líka stórhættuleg. Sérstaklega ef það gerist bara með
stikkprufu á fjögurra ára fresti. Það er kerfislæg andstaða við breytingar á
þessu, sérstaklega í stjórnmálaflokkum og hjá þeim hagsmunaaðilum sem
ráða miklu í skjóli núverandi kerfis. Ég sé tvær meginleiðir til að breyta
kerfi. Annars vegar innan frá eða utanfrá með einhverskonar byltingu.
Með beinni þátttöku í stjórnmálum hef ég augljóslega valið þá fyrri. En ég
vil ekki, og má ekki, halda því fram að mín leið sé þar af leiðandi sú rétta
fyrir alla aðra.
Öll samskipti og umræða leggja okkur ábyrgð á herðar. Hún getur
verið mismikil eftir efnum og aðstæðum. Ábyrgð kjörinna fulltrúa er mikil
því þeir hafa lofað miklu og þeir tala ekki fyrir sig heldur fyrir alla. Það
VIðBRÖGð VIð VIðBRÖGðUM