Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 138
137
sé sönn. nánar tiltekið skal ályktað að sú tilgáta sé sönn sem hefur mest
skýringargæði.5
En hvað felst í því að tilgáta hafi tiltekin skýringargæði? Hvað merkir
það að ein tilgáta skýri fyrirliggjandi gögn betur en önnur?6 Um þetta segir
Harman:
Að sjálfsögðu er vandasamt að segja til um hvort ein tilgáta sé nægi-
lega mikið betri en önnur. Slík ákvörðun mun væntanlega byggjast á
atriðum á borð við það hvor tilgátan er einfaldari, hvor er trúverð-
ugri, hvor skýrir meira, hvor er minna ad hoc, og svo framvegis. Ég
leyni því ekki að það er hægara sagt en gert að gera betur grein fyrir
þessum atriðum; en ég mun samt ekki fjalla nánar um þau.7
Harman nefnir hér ýmis atriði sem eiga að auka skýringargæði tilgátna –
einfaldleika, trúverðugleika, skýringarmátt, og hversu „ad hoc“ tilgátan er
– þótt hann tiltaki raunar ekki hvað hann á við með þessum atriðum.8 Ég
mun vísa til þessara atriða sem skýringareiginleika tilgátunnar (e. explana-
5 „Skýringargæði“ er þýðing mín á „explanatory loveliness“ sem Peter Lipton kynnti
til sögunnar. (Sjá Peter Lipton, Inference to the Best Explanation, önnur útgáfa, Lond-
on og new York: Routledge, 2004.) Aðrir höfundar nota einfaldlega „explanatory
goodness“, „goodness of explanation“ eða eitthvað álíka.
6 Einnig mætti spyrja: Hvað felst í því að tilgáta skýri fyrirliggjandi gögn? Hvað er
skýring? Um þetta hefur afar mikið verið ritað undanfarna hálfa öld eða svo, allt frá
því að carl Hempel og Paul oppenheim birtu grein sína „Studies in the Logic of
Explanation“, Philosophy of Science, 15/1948, bls. 135–175. Um þetta má lesa í mjög
ítarlegu og fróðlegu yfirlit um vísindalegar skýringar í Wesley c. Salmon, „Four
Decades of Scientific Explanation“, Scientific Explanation, ritstj. Philip Kitcher og
Wesley c. Salmon, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1989, bls 3–219.
Sjá einnig umfjöllun um vísindalegar skýringar á íslensku í Erlendur Jónsson, Hvað
eru vísindi? Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008, bls. 141–159.
7 Gilbert Harman, „The Inference to the Best Explanation“, bls. 89.
8 Aðrir höfundar nefna önnur atriði eða kalla þau að minnsta kosti öðrum nöfn-
um – til dæmis er oft talað um að góð skýring eigi að sameina ólík fyrirbæri (Sjá
t.d. Philip Kitcher, „Explanatory Unification“, Philosophy of Science 48/1981, bls.
507–531.) og gera það sem verið er að skýra óhjákvæmilegt í einhverjum skilningi.
(Sjá t.d. Ilkka niiniluoto, „Defending Abduction“, Philosophy of Science 66/1999,
bls. 436–451.) Stundum er einnig vísað til þess að góð skýring eigi að vera sann-
reynanleg (e. testable) í athugunum og jafnvel frjósöm (e. fertile) í þeim skilningi að
hún geti af sér aðrar trúverðugar tilgátur. (Sjá t.d. William G. Lycan, „Epistemic
Value“, Synthese 64/1985, bls. 137–164.) Auk þess er stundum nefnt að góð skýring
eigi helst að vera hliðstæða (e. analogy) annarra skýringa sem reynst hafa vel. (Sjá
Paul Thagard, „The Best Explanation: criteria for Theory choice“, The Journal
of Philosophy, 75/1978, bls. 76–92.)
TVÖ VIðHoRF TIL VÍSInDALEGRAR ÞEKKInGAR – EðA EITT?