Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 139
138
tory considerations; explanatory virtues) og aðgreini þá þar með frá skýring-
argæðum tilgátunnar í heild sinni, sem eru ákvörðuð af skýringareiginleik-
unum í sameiningu. Rétt er að taka fram að það er ekki endilega þannig að
sú tilgáta sem hefur mest skýringargæði sé einnig einföldust, svo dæmi sé
tekið, því aðrir skýringareiginleikar geta bætt upp fyrir skort á þessum eina
eiginleika, til dæmis ef aðeins flóknari kenning skýrir miklum mun fleiri
fyrirbæri en sú einfaldari.
Mörgum hefur sýnst að ályktun að bestu skýringu lýsi ágætlega þeim
rökstuðningi sem vísindamenn sjálfir setja fram fyrir tilgátum sínum. Í
það minnsta er ljóst að þeir skýringareiginleikar sem Harman tiltekur eru
ósjaldan nefndir til stuðnings vísindakenningum. Í því sambandi má til
dæmis benda á að charles Darwin, faðir þróunarkenningarinnar, nefnir
það til stuðnings kenningu sinni hversu marga ólíka hluti mætti skýra með
hjálp hennar.9 Einnig beitti Albert Einstein, höfundur afstæðiskenningar-
innar og frumkvöðull á sviði skammtafræðinnar, einfaldleika bæði í þróun
á og rökstuðningi sínum fyrir sértæku afstæðiskenningunni. Einstein benti
strax í upphafi á að sértæka afstæðiskenningin einfaldaði heimsmynd okkar
að því leyti að ekki þyrfti að gera ráð fyrir tilvist svokallaðs ljósvaka.10 Ef
við gefum okkur nú að Darwin og Einstein hafi ekki verið á algjörum villi-
götum þegar þeir rökstuddu kenningar sínar er ljóst að þeir sem aðhyllast
ályktun að bestu skýringu hafa nokkuð til síns máls. Skýringareiginleikar
þjóna mikilvægu hlutverki í rökstuðningi vísindakenninga.11
Á hinn bóginn tel ég tvennt ábótavant við ályktun að bestu skýringu í
þeirri mynd sem hún hefur tekið á sig hingað til. Þessi atriði eru nátengd.
Fyrra atriðið varðar það að hugmyndin sjálf er ónákvæm eða vanþróuð.
Ekki er ljóst hvernig hinir ýmsu skýringareiginleikar eiga að koma saman
9 Darwin segir til dæmis um kenningu sína: „Þessa tilgátu má sannreyna – og mér
sýnist það vera eina sanngjarna og réttlætanlega leiðin til að nálgast efnið í heild
sinni – með því að athuga hvort hún skýri margar ólíkar staðreyndir…“ charles
Darwin, The Variation of Animals and Plants under Domestication, 2. útgáfa, 1. bindi,
new York: D. Appleton and co., 1876, bls. 9 (þýðing höfundar).
10 Sjá Albert Einstein, „on the Electromagnetics of Moving Bodies“, The Principle
of Relativity, new York: Dover, 1952, bls. 35–65. Greinin birtist fyrst á þýsku á
„kraftaverkaári“ Einsteins árið 1905 sem „Zur Elektrodynamik bewegter Kör-
per“Annalen der Physik 17/1905, bls. 891–921.
11 Einnig er rétt að taka fram að lýsing Thomasar S. Kuhn á því hvernig vísinda-
menn velja kenningar líkist mjög ályktun að bestu skýringu þótt Kuhn noti ekki
það orðalag. (Sjá einkum Thomas S. Kuhn, „objectivity, Value Judgment, and
Theory choice”, The Essential Tension, chicago: University of chicago Press, bls.
320–339.)
FinnuR dellSén