Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 140
139
og mynda tiltekin skýringargæði. Þetta er ekki aðeins galli á lýsingu
Harmans á ályktun að bestu skýringu, heldur veit ég ekki til þess að nokk-
ur höfundur hafi gert svo mikið sem heiðarlega tilraun til að lýsa þessu
samspili skýringareiginleika og skýringargæða með nákvæmum hætti.
Meðal annars af þessum sökum hefur Peter Lipton, sem líklega hefur
skrifað mest allra höfunda um ályktun að bestu skýringu á undanförnum
áratugum, sagt að hún sé „meira eins og slagorð en úthugsuð heimspekileg
kenning“.12 Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem má hugsa sér að bætt verði
úr með frekari rannsóknum og kenningasmíði, en sumir telja raunar von-
laust að setja fram kenningu í þessum efnum sem gagn er að.13
Hitt atriðið sem ég tel ábótavant við núverandi hugmyndir heimspek-
inga um ályktun að bestu skýringu er að í þeim virðist vera gert ráð fyrir
að skýringareiginleikar styrki tilgátur í öllum hugsanlegum kringumstæð-
um. Með öðrum orðum er ekki gert ráð fyrir því að skýringareiginleiki,
til dæmis einfaldleiki, geti í einhverjum tilvikum verið óviðkomandi eða
jafnvel grafið undan rökstuðningi fyrir tiltekinni vísindatilgátu. Eins og ég
mun færa rök fyrir hér að neðan tel ég þetta geta gerst, og raunar tel ég
þetta gerast reglulega á mörgum sviðum utan raunvísindanna þótt hér sé
ekki pláss til að fara mikið út í þá sálma. Þeir sem ætla sér að útfæra hug-
myndina um ályktun að bestu skýringu þurfa að taka mið af þessu þegar
gerð er grein fyrir því hvaða hlutverki skýringareiginleikar eiga að gegna í
þekkingarfræði vísinda.
3. Bayesísk þekkingarfræði
Grunnhugmynd bayesískrar þekkingarfræði er að rökstuðning fyrir vísinda-
legum tilgátum megi greina út frá líkunum á því að tilgátan sé sönn að
12 Peter Lipton, Inference to the Best Explanation, bls. 2. Lipton segir þetta vissulega í
inngangi bókar sinnar um ályktun að bestu skýringu og segir um leið að bókinni
sé ætlað að bæta úr þessu ástandi. Á hinn bóginn fjallar bók Liptons ekki um þetta
vandamál að neinu leyti, og því má segja að hann hafi ekkert bætt úr ástandinu hvað
þetta atriði varðar (þótt hann fylli vissulega upp í ýmis önnur göt í kenningunni).
13 Sjá t.d. Keith Lehrer, Knowledge, oxford: clarendon Press, 1974, bls. 165. Sjá
einnig afar áhugaverða umfjöllun Samirs okasha um svipuð vandkvæði sem tengjast
hugmyndum Kuhns um þekkingarfræði vísinda. okasha færir rök fyrir því að séu
tiltekin skilyrði uppfyllt þá sé hreinlega ómögulegt að kveða á um nákvæma reglu
um kenningaval á grundvelli þátta eins og skýringareiginleika. (Samir okasha,
„Theory choice and Social choice: Kuhn versus Arrow”, Mind 120/2011, bls.
83–115.)
TVÖ VIðHoRF TIL VÍSInDALEGRAR ÞEKKInGAR – EðA EITT?