Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 143
142
stuðningi (e. absolute confirmation) og afstæðum rökstuðningi (e. relative/incre-
mental confirmation).17 Í stuttu máli má segja að gögn veiti afstæðan rök-
stuðning ef þau auka líkurnar á að tilgáta sé sönn en að gögn veiti algildan
rökstuðning ef þau koma líkunum yfir tiltekin mörk, t.d. 50%, 75% eða
90%.18 Til að vera ögn nákvæmari getum við sagt að gögn G séu afstæð
rök fyrir tilgátu T þá og því aðeins að:
(3) p(T|G) > p(T)
G er hins vegar algild rök fyrir T þá og því aðeins að:
(4) p(T|G) > m
þar sem m eru mörkin sem sett eru. Ef ég hnerra veitir það því afstæðan
rökstuðning fyrir því að ég sé kominn með flensu en ekki algildan rök-
stuðning (að því gefnu að m ≥ 0,35). Þetta tvennt getur að sjálfsögðu farið
saman ef einhver gögn auka líkurnar nógu mikið til þess að þau fari yfir
mörkin m.
Að lokum er rétt að nefna fullyrðingu sem að sumra mati er kjarn-
inn í bayesískri þekkingarfræði, svonefnd bayesísk skilyrðing (e. Bayesian
conditionalization).19 Þessi fullyrðing fjallar um hvernig við eigum að breyta
skoðunum okkar eða uppfæra þær í ljósi nýrra gagna. nánar tiltekið kveð-
ur hún á um að trúnaður manns gagnvart tiltekinni fullyrðingu T eftir
að gagnanna G hefur verið aflað skuli vera jafn mikill og sá trúnaður sem
maður hafði áður á T að gefnu G. Í bayesískri þekkingarfræði er þetta
jafngilt því að setja:
(5) pe(T) = pf(T|G)
17 Sjá Rudolf carnap, Logical Foundations of Probability, chicago: University of chi-
cago Press, 1950, og Wesley c. Salmon, „confirmation and Relevance“, Minnesota
Studies in the Philosophy of Science, 6. bindi, ritstj. Grover Maxwell og Robert And-
erson, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1975, bls. 3–36. Algengt er að
líta svo á að orðið „rökstuðningur“ sé tvírætt og geti vísað til hvors heldur sem er
eftir samhenginu hverju sinni.
18 Þessi mörk geta líka verið breytileg og farið t.d. eftir ytra samhengi eða því hversu
mikið er í húfi hverju sinni.
19 Ekki eru þó allir á sama máli um þetta, enda efast margir bayesískir þekkingarfræð-
ingar um bayesíska skilyrðingu og vilja annaðhvort hafna henni með öllu eða
setja fram hófsamari útgáfu af henni. Sjá til dæmis afar greinargóðar umfjallanir
eftir David christensen, „clever Bookies and coherent Beliefs“, The Philosophical
Review 100/1991, bls. 229–247, og „Dutch-Book Arguments Depragmatized: Ep-
istemic consistency for Partial Believers”, The Journal of Philosophy 93/1996, bls.
450–479.
FinnuR dellSén