Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 145
144
Hvað fyrra atriðið varðar mætti hugsa sér að tengja þessi viðhorf saman
með því að segja sem svo að ályktun eða samþykki vísindakenninga jafn-
gildi því að lagður sé trúnaður á vísindakenningu sem fari yfir tiltekin
líkindamörk. Þessi hugmynd reynist þó mun flóknari en halda mætti því
ýmis vandkvæði eru bundin því að tengja saman samþykki og líkur. Þar á
meðal eru tvær þverstæður, happdrættisþverstæðan (e. lottery paradox) og for-
málaþverstæðan (e. preface paradox).22 Í stuttu máli sýna þessar þverstæður
að sé samþykki tengt við tiltekin líkindamörk er ekki lengur hægt að tala
um að samþykkt eigi að samræmast lögmálum rökfræðinnar, svo sem um
mótsagnaleysi og og-innleiðingu. Margir bayesískir þekkingarfræðingar
draga þá ályktun af þessu að gefa eigi upp á bátinn hugmyndina um að
vísindamenn samþykki tilgátur og fjalla þess í stað eingöngu um trúnað
gagnvart tilgátum og kenningum. Sá sem hér skrifar er ósammála þessari
niðurstöðu og hefur fært rök fyrir því að komast megi hjá happdrættis- og
formálaþverstæðunum með tiltekinni hugmynd um samþykkt vísindatil-
gátna sem samræmist einmitt vel ályktun að bestu skýringu.23 Ekki verður
þó fjallað um það hér, enda er um fremur tæknilegt efni að ræða.
Hitt vandamálið sem tengist sambandi bayesískrar þekkingarfræði og
ályktunar að bestu skýringu varðar sambandið milli skýringar gæða og lík-
inda. Til að átta sig betur á þessu er rétt að víkja að gagnrýni Baas van
Fraassen á ályktun að bestu skýringu.24 Van Fraassen aðhyllist bayesíska
þekkingarfræði, eins og flestir vísindaheimspekingar nú til dags, og veltir
því fyrir sér hvernig sá sem aðhyllist ályktun að bestu skýringu geti gert
22 Happdrættisþverstæðan var sett fram af Henry Kybyrg, Probability and the Logic of
Rational Belief, Middletown: Wesleyan University Press, 1961. Formálaþverstæðan
var hins vegar sett fram af David c. Makinson, „The Paradox of the Preface“,
Analysis 25/1965, bls. 205–207.
23 Finnur Dellsén, The Epistemology of Science: Acceptance, Explanation, and Realism,
doktorsritgerð við University of north carolina at chapel Hill, 2014.
24 Sjá Bas c. van Fraassen, Laws and Symmetry, oxford: clarendon Press, 1989, bls.
131–182. Van Fraassen er ef til vill frægastur fyrir gagnrýni sína á vísindalega hlut-
hyggju og málsvörn hans fyrir tiltekna tegund af verkfærahyggju um vísindi sem
hann nefnir smíðaraunhyggju (e. constructive empiricism). (Bas c. van Fraassen, The
Scientific Image, oxford: clarendon Press, 1980.) Gagnrýni van Fraassens á ályktun
að bestu skýringu tengist þessu óbeint því ályktun að bestu skýringu er oft beitt til
að færa rök fyrir hluthyggju. (Sjá t.d. Grover Maxwell, „The ontological Status of
Theoretical Entities“, Minnesota Studies in The Philosophy of Science, 3. bindi, ritstj.
Herbert Feigl og Grover Maxwell, Minnesota: University of Minnesota Press,
1962, bls. 3–15, og Stathis Psillos, Scientific Realism: How Science Tracks Truth.
London: Routledge, 1999.)
FinnuR dellSén