Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 159
158
Í þessari grein fjalla ég um fjölþættar birtingarmyndir kynþáttahug-
mynda í íslenskum samtíma. Ég bendi á að hugtakið „sakleysi“ geti hjálpað
til við að skilja kynþáttafordóma á Íslandi í samtímanum, þar sem þeim er
ekki algjörlega hafnað sem hluta af íslensku samfélagi en oft litið á þá sem
„útlenskt“ eða nýtt fyrirbæri. Hugtakið sakleysi felur þannig í sér þá fyr-
irframgefnu forsendu að Ísland standi fyrir utan þá gífurlegu fordóma sem
einkenna sögu Evrópubúa og réttlætir að ákveðnu leyti ónæmi á Íslandi
fyrir ýmsu sem viðurkennt er að sé fordómafullt annars staðar í heiminum.
Eins og vel er þekkt var kynþáttahyggja ráðandi þáttur í heimsmynd og
sjálfsskilningi Evrópubúa í lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttug-
ustu en eftir seinni heimsstyrjöld var hún harkalega fordæmd.3 Fræðileg
umræða lagði jafnframt áherslu á að kynþáttahyggja endurspeglaði ekki
líffræðilega fjölbreytni mannkyns og kynþáttaheiti byggðu því ekki á vís-
indalegri flokkun á mannkyni.4 Alþjóðlegar samþykktir voru gerðar eftir
stríðið sem banna mismunun byggða á kynþáttum5 og almenn umræða
á Vesturlöndum hefur í auknum mæli einkennst af því að flestir hafna
því að viðhorf þeirra endurspegli fordóma í garð annarra kynþátta, þrátt
fyrir að oft sé ekki sett spurningarmerki við tilurð kynþátta sem slíkra.6
Birtingarmyndir kynþáttafordóma hafa þó samhliða færst frá áherslu á líf-
fræðilegan uppruna yfir í óljósari tilvísun í „menningu“ og „trúarbrögð“.7
Slíkar áherslur hafa orðið sérlega sýnilegar í kjölfar aukinnar umræðu um
fjölmenningarlegt samfélag sem eitt megineinkenni Evrópu í samtím-
3 Kimberlé William crenshaw, „Race, Reform and Retrenchment“, Theories of Race
and Racism: A Reader, ritstj. Les Back and John Solomos, London: Routledge,
2000, bls. 549–560, hér bls. 552–553. Þó má benda á að slíkar samþykktir virðast
oft ganga út frá að kynþættir séu vísindaleg flokkun og sé þannig til í líffræðilegum
skilningi (sjá B. Isaac The Invention of Racism in Classical Antiquity. new Jersey,
2004, hér bls. 32).
4 E. Shanklin, „The Profession of the color Blind: Sociocultural Anthropology and
Racism in the 21st century“, American Anthropologist, 100 (1998), bls. 669–679.
5 Kimberlé Williams crenshaw, „Race, Reform and Retrenchment”, Theories of Race
and Racism: A Reader, ritstj. Les Back og John Solomos, new York: Routledge,
2000, bls. 549–560, hér bls. 552.
6 Raúl Pérez, „Learning to make racism funny in the ‘color-blind’ era: Stand-up
comedy students, performance strategories, and the (re)production of racist jokes
in public“, Discourse and Society, 24 (4) 2013, bls. 478–503.
7 Til dæmis Eduardo Bonilla-Silva, Racism without Racists: Color-blind Racism and the
Persistence of Racial Inequality in the United States, Lanham: Rowman and Littlefield
Publishers, 2006.
KRiStín loFtSdóttiR