Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 160
159
anum og vangaveltur um merkingu þess. Gavan Titley og Alana Lentin8
benda á að líta megi svo á að frasinn „fjölmenning hefur brugðist“ (e.
failure of multiculturalism), sem iðulega má heyra í evrópsku samhengi,
feli oft í sér leið til þess að tjá kynþáttafordóma í garð ákveðinna hópa.
Kynþáttafordómar hafa þó alltaf falið í sér menningarlegar og félagslegar
skírskotanir.9 Þegar opinská líffræðileg rök hafa orðið óásættanleg sem
útskýring á mismunun í samfélaginu eða sem réttlæting á fordæmingu
ákveðinna hópa hefur áhersla á menningarlegan og trúarlegan mun orðið
mikilvægari.10 Því má spyrja hvað það er í almennri umræðu sem litið er á
sem kynþáttafordóma og hvaða orðræður sem byggja á opinni eða undir-
liggjandi flokkun í kynþætti eru ekki flokkaðar sem slíkar?
Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að ekki eingöngu hefur
reynst erfitt að skilgreina fræðilega hvað kynþáttafordómar eru á alþjóð-
legum vettvangi, heldur hefur þýðing orðanna yfir á íslensku verið vand-
kvæðum bundin. Hugtökin kynþáttahyggja og kynþáttafordómar eru
oftast notuð sem þýðing á enska orðinu „racism“. Slíkt getur þó verið
villandi því í erlendri fræðilegri umræðu felur notkun enska hugtaksins
ekki eingöngu í sér tilvísun til fordóma og ólík valdatengsl heldur einnig
vísun til hugmyndarfræði (eða ‚isma‘) þ.e. flokkun manneskjunnar í ólíkar
undirtegundir sem urðu mikilvægur þáttur í heimsmynd Evrópubúa á 19.
öld. Hér nota ég því hugtökin kynþáttafordómar og kynþátthyggja jafn-
hliða sem þýðingar á enska hugtakinu racism, en undirstrika má að með
því er ekki verið að aðskilja trúna á að hægt sé að flokka fólk í kynþætti frá
fordómum heldur fyrst og fremst að benda á að kynþáttafordómar byggja
á grunnforsendunni að hægt sé að aðskilja mannkyn í kynþætti sem eru þá
ólíkir að einhverju leyti. Kynþáttahyggja er því alltaf samofin hugmyndum
um ákveðin valdatengsl milli þessara hópa. Hugtakið „kynþáttun“ hefur
notið aukinna vinsælda meðal fræðafólks síðastliðin ár líklega vegna þess
að það dregur skýrar fram kynþáttaflokkanir sem viðvarandi í samfélögum
samtímans. Kynþáttun vísar til þess hvernig einstaklingar læra að þekkja
sig og aðra innan hugmyndakerfis kynþáttahyggjunnar og dregur þannig
8 Gavan Titley og Alana Lentin, The Crises of Multiculturalism, London og new York:
Zed Books, 2011.
9 Anne Mcclintock, „The Angel of Progress: Pitfalls of the term “Post colonial-
ism”“, Social Text 32 1992, bls. 84–98.
10 Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, „Images of Iceland, Globalization
and Multicultural society”, Images of the North: Histories – Identities – Ideas, ritstj.
Sverrir Jakobsson, Amsterdam: Rodopi, 2009, bls. 201–212.
ÚTLEnDInGAR, nEGRASTRÁKAR oG HRYðJUVERKAMEnn