Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 161
160
fram hvernig kynþáttur verður merkingarbær í félagslegu og sögulegu
samhengi.11
Eins og fyrr var bent á hefur reynst erfitt, vegna þess hversu breytilegar
kynþáttahugmyndir hafa verið, að skilgreina nákvæmlega mörk á milli
kynþáttafordóma og annarra fordóma, svo sem útlendingahaturs,12 ásamt
því að hugmyndir um kynþætti hafa alltaf verið samofnar hugmyndum
um kyn og stétt.13 Í sumum tilfellum hafa einnig hópar sem eru iðulega
skotmörk kynþáttafordóma, eins og svart fólk í Bandaríkjunum, tekið upp
hugtök sem sögulega séð hafa verið niðrandi og notað þau sem verkfæri í
eigin andófi og valdeflingu.14 Slíkt dregur enn betur athygli að því hvernig
túlkun samfélagsins á hvað eru kynþáttafordómar er að einhverju marki
háð sögulegu samhengi og valdatengslum.
Greinin hefst á nokkuð almennri umræðu um einkenni kynþátta-
fordóma í samtímanum og hvernig hún felur oft í sér afneitun þeirra. Í
greininni er lögð áhersla á mikilvægi þess að skoða kynþáttahugmyndir
á staðbundnari hátt, án þess þó að líta fram hjá því hvernig þær færast á
milli staða og tímabila í sífellt flóknari heimi miðlunar. Ég kem svo inn á
nokkrar birtingarmyndir kynþáttafordóma gegn ólíkum hópum í íslensk-
um samtíma og jafnframt einkenni þess sem er litið á sem kynþáttafor-
dóma í almennri umræðu.
Umfjöllun mín byggir á gögnum úr tveimur verkefnum. Fyrra verkefn-
ið sneri að endurútgáfu bókarinnar Negrastrákarnir árið 2007 en þá tók ég
viðtöl við tuttugu einstaklinga af afrískum uppruna sem hafa búið á Íslandi
um lengri og skemmri tíma, og Íslendinga án innflytjendabakgrunns (27
einstaklinga og tekin voru viðtöl við flesta í rýnihópnum). Einnig byggir
greinin á gögnum sem safnað var saman í tengslum við verkefnið „Íslensk
sjálfsmynd í kreppu“ þar sem meðal annars voru tekin viðtöl við samtals 19
einstaklinga á Íslandi frá Litháen og Lettlandi. Þá er loks fjölmiðlaumræða
um innflytjendur á Íslandi skoðuð.15
11 Steve Garner, Racism: An Introduction. Los Angeles: Sage, 2010.
12 A. Rattansi, Racism: A Very Short Introduction. oxford: oxford University Press,
2007; Arif Dirlik „Race Talk, Race, and contemporary Racism“, PMLA, 123 (5)
2008, bls. 1363–1379, hér bls. 1369
13 Kristín Loftsdóttir og Brigitte Hipfl, „Introduction“, Teaching “Race” with a Gende-
red Edge, ritstj. Brigitte Hipfl og Kristín Loftsdóttir, Utrecht og Budapest: Atgender
og central European Press, 2011, bls. 1–22.
14 Mark Anthony neal, „nIGGA: The 21st-century Theoretical Superhero“, Cult-
ural Anthropology, 28 (3) 2013, bls. 556–563.
15 Gögnum var safnað innan rannsóknarverkefna styrkt af Rannís (númer styrks:
KRiStín loFtSdóttiR