Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 162
161
Kenningar og bakgrunnur
Í Bandaríkjunum nútímans og að einhverju marki í Evrópu er því í aukn-
um mæli haldið fram að kynþáttahyggja sé liðin undir lok (e. post-race) og
þar af leiðandi séu kynþáttafordómar horfnir. Stundum er jafnvel stað-
hæft að kynþáttafordómar geti ekki verið til vegna þess að fræðafólk hafi
sýnt fram á að kynþættir séu ekki til, þ.e. vísað er í áherslur fræðafólks
undanfarinna áratuga að hugtakið endurspegli ekki náttúrulega líffræði-
lega skiptingu mannkyns heldur sé kynþáttahyggja félagsleg flokkun sem
verður til á ákveðnu tímabili.16 Þetta felur þó í sér grófa afbökun á þeirri
nálgun að kynþáttahyggja sé félagsleg flokkun. Litið er framhjá að lögð
hefur verið rík áhersla á afleiðingar hugmyndarinnar um kynþætti og að
hún móti aðstæður og líf einstaklinga á mjög raunverulegan hátt. Því er
ekki hægt að gera lítið úr kynþætti sem breytu sem hefur áhrif á mann-
virðingu og aðstæður fólks víða um heim. Þegar Barack obama var kos-
inn Bandaríkjaforseti árið 2008 fékk hugmyndin um að kynþáttahyggja
skipti ekki lengur máli byr undir báða vængi í bandarísku samfélagi. Kjör
hans var að margra mati táknmynd þess að nú hefðu minnihlutahópar náð
völdum og hvítir væru í raun þeir sem þyrfti að hlúa sérstaklega að.17 Slík
nálgun endurspeglar mikilvægi þess að beina sjónum að hugmyndum um
‚hvítleika‘ (e. whiteness) sem hluta af kynþáttahyggju því, eins og bent er á
í upphafi, byggir kynþáttun á flokkun fólks og skapar þannig sjálfsverur (e.
subjects).18 Forræði þess að vera ,hvítur‘ byggir á ósýnileika hvítleika sem
kynþáttaflokkun að því leyti að þeir einstaklingar sem fá stöðu sem hvítir
þurfa ekki að skilgreina sig eða hugsa um sig á þann hátt heldur verða þeir
sjálfir viðmið sem aðrir eru greindir út frá.19
Á norðurlöndunum hefur umræðan verið heldur ólík þeirri sem fram
hefur farið í Bandaríkjunum. Tilhneiging hefur verið til þess að stað-
setja norðurlöndin utan nýlendu- og heimsvaldastefnu og kynþáttafor-
130426–052) og Þróunarsjóði innflytjendamála.
16 Michael McEachrane, „There’s a white elephant in the room: Equality and Race in
(northern) Europe“, Afro-Nordic Landscapes: Equality and Race in Northern Europe,
ritstj. Michael McEachrane, new York og London: Routledge, 2014, bls. 87–119,
hér bls. 98.
17 Alana Lentin, „Post-race, post politics: the paradoxical rise of culture after multi-
culturalism“, Ethnic and Racial Studies, 37 (8) 2014, bls. 1268–1285.
18 John Hartigan Jr. „Establishing the Fact of Whiteness“, American Anthropologist,
99 (3) 1997, bls. 495–505.
19 nirmal Puwar, „Thinking About Making a Difference“, The British Journal of
Politics and International Relations, 6 (1) 2004, bls. 65–80.
ÚTLEnDInGAR, nEGRASTRÁKAR oG HRYðJUVERKAMEnn