Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 163
162
dómar eru þá einnig taldir ótengdir sögu norðurlandanna. Þannig er til
dæmis iðulega litið fram hjá því að Danmörk var stórtækt nýlenduveldi
fyrr á öldum og réð yfir landsvæðum víðs vegar um heim.20 norðurlöndin
tengdust nýlenduverkefninu á margvíslegan annan hátt og tengsl þeirra
við nýlendutímann takmarkast ekki eingöngu af formlegri þátttöku þeirra
sem sjálfstæðra þjóðríkja heldur var kynþáttahyggju til að mynda að finna
í margvíslegum textum frá öllum norðurlöndunum. Diana Mulinari, Suvi
Keskinen, Sara Irni og Salla Tuori nota hugtakið „colonial complicity“ eða
samsekt til að draga athygli að þessari margvíslegu þátttöku norðurlandanna
að nýlenduverkefninu og birtingarmyndum hennar sem oft gátu verið ólík-
ar að umfangi og gerð.21 Í bók minni og Lars Jensens leggjum við áherslu
á hugmyndina um ,norrænu undantekninguna‘ (e. Nordic exceptionalism)
sem mikilvægan þátt í því að viðhalda þessari sýn á norðurlöndin, þ.e.a.s.
að þau hafi staðið utan nýlendu- og heimsvaldastefnu en hún felur það í sér
að norðurlöndin séu ólík öðrum löndum Evrópu, friðsælli og undanskilin
sögu nýlendutímans.22 Þessi hugmynd um norðurlöndin sem undanskilin
nýlenduhyggju gerir einnig lítið úr þeirri framkomu sem frumbyggjahópar
innan norðurlandanna, til að mynda Samar, hafa þurft að þola auk kyn-
þáttafordóma í garð þeirra í gegnum tíðina.23 Hugmyndin um norrænu
undantekninguna sér norðurlandabúum þannig fyrir áhrifamiklum útskýr-
ingaramma á tengslum norðurlandanna við umheiminn.
nýlegar nálganir til kynþáttahyggju leggja á nokkuð svipaðan hátt
áherslu á að ekki sé nóg að skoða eingöngu þróun kynþáttahyggju held-
ur þurfi að skoða birtingarmyndir hennar í menningarlegu og félagslegu
20 Bolette Blaagaard and Rikke Andreassen, „Disappearing Act: The Forgotten
History of colonialism, Eugenics and Gendered othering in Denmark“, Teaching
“Race” with a Gendered Edge, ritstj. Brigitte Hipfl and Kristín Loftsdóttir, Utrecht
og Budapest: Atgender og central European Press, 2011, bls. 81–95.
21 Suvi Keskinen, Sara Irni, Diana Mulinari og Salla Tuori (ritstj.), Complying with
Colonialism, Farnham: Ashgate, 2009, bls. 2.
22 Kristín Loftsdóttir og Lars Jensen (ritstj.), Whiteness and Postcolonialism in the Nordic
Region: Exceptionalism, Migrant Others and National Identities, Farnham: Ashgate,
2012; christopher S. Browning, „Branding nordicity: Models, Identity and the
Decline of Exceptionalism“, Cooperation and Conflict, 42 (1) 2007, bls. 28–51, hér
bls. 28.
23 Anna Heith, „Aesthetics and Ethnicity: The Role of Boundaries in Sámi and
Tornedalian Art“, Whiteness and Postcolonialism in the Nordic Region: Exceptionalism,
Migrant Others and National Identities, ritstj. Kristín Loftsdóttir og Lars Jensen,
Farnham: Ashgate, 2012.
KRiStín loFtSdóttiR