Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Qupperneq 168
167
í næstum 10% árið 2008. Fyrir 1996 áttu 95% íslenskra ríkisborgara for-
eldra sem voru íslenskir og komu flestir innflytjenda frá norðurlöndunum,
Þýskalandi, Bretlandi eða norður-Ameríku.42 Atvinnutækifæri voru helsta
ástæða búferlaflutninga á nýrri öld, þrátt fyrir að nám og fjölskyldusam-
eining hafi einnig verið mikilvæg,43 en jafnframt jókst ættleiðing barna
erlendis frá á svipuðum tíma.44 Unnur Dís Skaptadóttir bendir á að lítill
áhugi stjórnvalda á að skapa samræmda stefnu í málefnum innflytjenda á
þessu tímabili endurspegli hvernig fyrst og fremst var litið á þennan hóp
sem vinnuafl en ekki virka þátttakendur í íslensku samfélagi.45 Umræða
um innflytjendur og fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi jókst verulega
í tengslum við efnahagsuppgang en snerist oft um einfaldar spurningar
eins og hvort fjölmenning væri slæm eða góð fyrir Ísland.46 Eins og fram
kemur í skýrslu Unnar Dísar Skaptadóttur, Önnu Wojtynska og Helgu
Ólafsdóttur47 dró verulega úr fjölmiðlaumræða um innflytjendur eftir
íslenska efnahagshrunið árið 2008.48
Hópurinn sem hingað flytur samanstendur augljóslega af ólíkum ein-
staklingum með fjölbreytt markmið og bakgrunn.49 Hér á landi eru þess-
ir einstaklingar flokkaðir sem innflytjendur eða útlendingar. Á tímum
efnahagsuppgangs varð táknmynd „útlendingsins“ að stórum hluta fólk af
austur-evrópskum uppruna sem vann oft við láglaunastörf í samfélaginu.
42 Hagstofa Íslands, „Innflytjendur og einstaklingar með erlendan bakgrunn 1996–
2008“, Hagtíðindi, 9 (4) 2009, bls. 1–24, sótt 1. september 2013 af www.statice.is;
Ólöf Garðarsdóttir og Þóroddur Bjarnason, „Áhrif efnahagsþrenginga á fólksflutn-
inga til og frá landinu“, bls. 205–215.
43 Unnur Dís Skaptadóttir, „Integration and transnational practices of Filipinos in
Iceland“, Emigranter, 5 2010, bls. 36–45, hér bls. 38.
44 Íslensk ættleiðing, „Skiptir fjöldi ættleiðingalanda höfuðmáli?“, Íslensk ættleiðing,
14. febrúar 2007, sótt 28. mars 2007 af www.isadopt.is.
45 Unnur Dís Skaptadóttir, „The context of Polish Immigration and Integration in
Iceland”, hér bls. 26.
46 Kristín Erla Harðardóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, „Inn-
flytjendur: Viðurkenning og virðing í íslensku samhengi“, Rannsóknir í Félagsvís-
indum VIII, ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2007, bls.
449–459.
47 Anna Wojtynska, Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafs, Report from the Research
Project: The participation of immigrants in civil society and labour market in the economic
recession (Óútgefin skýrsla), Reykjavík: University of Iceland, 2011.
48 Sama rit, bls. 59.
49 Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska, „Líf á tveimur stöðum: Vinna eða
heimili: reynsla fólks sem hefur komið til starfa á Íslandi“, Ritið, 7 (2–3), 2007, bls.
79–93, hér bls. 92.
ÚTLEnDInGAR, nEGRASTRÁKAR oG HRYðJUVERKAMEnn