Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 169
168
Stærsti hópur innflytjenda eru Pólverjar sem voru 43% allra útlendinga á
Íslandi árið 2011 en Litháar eru næststærsti hópurinn eða 8% allra útlend-
inga.50 Frá 2006 mátti sjá mjög neikvæða umræðu í dagblöðum um útlend-
inga á Íslandi þar sem Pólverjar og Litháar voru tengdir við skipulögð
glæpasamtök.51 Í grein í Morgunblaðinu frá 2007 er til dæmis talað um
þjófagengi sem samanstandi af útlendingum sem komi sérstaklega til
Íslands og nágrannalandanna til að stela og er sérstaklega minnst á Litháa
í þessu samhengi.52 Þó endurspeglar rýnihóparannsókn sem framkvæmd
var í þremur byggðarlögum einnig að innflytjendum var á ákveðnum stöð-
um fagnað af heimafólki og áhugi var á aukinni þátttöku þeirra í samfé-
laginu.53 Í könnun Unnar Dísar, Önnu og Helgu54 kemur fram að stór
hluti atvinnuleitenda með erlent ríkisfang, eða 53%, telji að fordómar hafi
aukist í kjölfar efnahagshrunsins.55 Þó er áhugavert að fólk frá Litháen
sker sig þar úr en eingöngu 2% eru sammála því.56 Aðrar rannsóknir gefa
ekki til kynna að fordómar hafi breyst mikið.57
Fordómar í garð Pólverja og Litháa snúast um tengingu þessara hópa
við neikvæðar staðalmyndir þar sem lögð er áhersla á glæpi og sundrungu,
frekar en kynþætti í gamalli merkingu þess orðs. Hlutgervingin byggir á
staðsetningu þeirra innan hópsins „útlendingur“ sem á tímum útrásar hafði
að einhverju marki stéttarlega skírskotun. Hún byggir einnig á yfirfærslu
orðanna Pólverji, Lithái og Austur-Evrópubúi á skipulagða glæpastarf-
50 Anna Wojtynska, Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafs, Report from the Research
Project: The participation of immigrants in civil society and labour market in the economic
recession, bls. 8.
51 Helga Ólafs og Malgorzata Zielińska, „‘I started to feel worse when I understood
more’ – Polish immigrants and the Icelandic media“, Þjóðarspegillinn XI: Rannsóknir
í félagsvísindum, ritstj. Gunnar Þór Jóhannsson og Helga Björnsdóttir, Reykjavík:
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, 2010, bls. 76–85.
52 Rúnar Pálmason, „Aukvisar eru þeir ekki: Útlendum stórþjófum verði vísað burt“,
Morgunblaðið, 5. október 2007, sótt af http://www.mbl.is.
53 Kristín Erla Harðardóttir, Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, „Inn-
flytjendur: Viðurkenning og virðing í íslensku samhengi“.
54 Anna Wojtynska, Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafs, Report from the Research
Project: The participation of immigrants in civil society and labour market in the economic
recession.
55 Sama rit, bls. 42.
56 Sami staður.
57 Anna Wojtynska og Malgorzata Zielinska, „Polish migrants in Iceland facing the
financial crisis“, Rannsóknir í Félagsvísindum XI, ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson
og Helga Björnsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2010, bls.
1–11, hér bls. 8.
KRiStín loFtSdóttiR