Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 172
171
reyna að skilja sig frá ummælunum á þeim forsendum að þetta hefði verið
útúrsnúningur blaðamanna sýnir einnig að illa gengur að fjarlægja slík
ummæli fyllilega frá kynþáttafordómum.68
Í umræðu um múslima erlendis má sjá hvernig svokallaðir talsmenn
eða boðberar fjölmenningar eru harðlega gagnrýndir. Þetta kemur til að
mynda fram í bókinni Íslamistar og naívistar eftir Danina Karen Jespersen
og Ralf Pittelkow sem gefin var út hér á landi árið 2007 en þar er lögð
sérstök áhersla á „fylgjendur“ fjölmenningarlegs samfélags. Slík umræða
endurspeglar hversu villandi hugtakið getur verið því oft er það notað eins
og um sé að ræða umdeilanlega afstöðu fólks rétt eins og fjölbreytileiki sé
nýtt fyrirbæri á Vesturlöndum og Evrópu og hægt sé að vera með honum
eða á móti. Umræðan lítur þannig fram hjá sögulegum hreyfanleika fólks
á milli ólíkra hluta heimsins og jafnframt fjölbreytni innan sjálfrar Evrópu
í gegnum aldir.69 Samhliða verður nýlendu- og heimsvaldastefna ósýnileg
sem mikilvægur þáttur í hreyfanleika síðastliðin árhundruð og sem mót-
unarvaldur í lífsaðstæðum fólks utan Evrópu.70
Hvað eru kynþáttafordómar á Íslandi?
Endurútgáfa bókarinnar Negrastrákarnir árið 2007 hratt af stað einni
stærstu almennu umræðu um kynþáttafordóma sem farið hefur fram á
Íslandi. Ein af undirliggjandi spurningum þeirrar umræðu var spurningin
um það hvað telst vera kynþáttafordómar í íslensku samhengi. Áhugavert
er að bera þá umræðu saman við fordóma í garð annarra hópa útlend-
inga á Íslandi sem gefa til kynna að flokkun í „nýja“ og „gamla“ fordóma
nær ekki fyllilega yfir reynslu fólks af erlendum uppruna á Íslandi. Ég hef
Atli Kjartansson, „Varaþingmaður Framsóknar hættir vegna moskumálsins“, Vísir,
17. júlí 2014, sótt 4. desember 2014 af http://www.visir.is.
68 Jón Júlíus Karlsson, „Við erum ekki rasistar“, Vísir, 24. maí 2014, sótt 4. desember
2014 af: http://www.visir.is; Jóhann Kristjánsson, „Segir orð sín rangtúlkuð í
moskumálinu“, Útvarp Saga, 25. maí 2014, sótt 4. desember 2014 af: http://www.
utvarpsaga.is; Kjartan Atli Kjartansson, „Sveinbjörg Birna um andstæðinga mús-
lima: „Þeir veðjuðu á rangan hest““, Vísir, 18. júní 2014, sótt 4. desember 2014 af:
http://www.visir.is; „Sveinbjörg sér eftir ummælum sínum: Andstæðingar múslima
veðjuðu á rangan hest“, Eyjan, 18. júní 2014, sótt 4. desember 2014 af: http://eyjan.
pressan.is.
69 Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, „Images of Iceland“ bls. 205-216.
70 Sandra Ponzanesi, „Diasporic Subjects and Migration“, Thinking Differently: A
Reader in European Women’s Studies, ritstj. Gabriele Griffin og Rosi Braidotti,
London: Zed Books, 2002, bls. 205–220.
ÚTLEnDInGAR, nEGRASTRÁKAR oG HRYðJUVERKAMEnn