Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 173
172
rætt ítarlega um bókina annars staðar71 og mun því eingöngu minnast á
hana hér út frá hvernig deilurnar endurspegla „gamla“ kynþáttafordóma
og hvað þær segja þannig almennt um kynþáttafordóma á Íslandi. Bókin
var upphaflega gefin út á Íslandi árið 1922 og þá sem endurgerð banda-
rískrar vísu frá miðri 19. öld. Barnagælan hefur verið þýdd á fjöldamörg
tungumál og gefin út hvað eftir annað í ólíku samhengi. Þrátt fyrir að líta
megi á íslensku endurútgáfu bókarinnar sem hluta af hnattrænni dreifingu
kynþáttafordóma, sem sprottnir eru úr umhverfi gífurlegra mannréttinda-
brota, var í almennri umræðu oft vísað til bókarinnar sem séríslensks fyrir-
bæris, sérstaklega vegna þess að hún er gömul barnabók og er myndskreytt
af listamanninum Guðmundi Thorsteinssyni (Muggi). Áherslan sem lögð
var á bókina sem gamla íslenska barnabók staðsetur hana sem bæði hluta
af minningum og sögu þjóðarinnar og einnig sem hluta af minningum ein-
staklinga.72
Endurútgáfa bókarinnar var fljótlega gagnrýnd, meðal annars á þeim
forsendum að hún ætti ekki heima í fjölmenningarlegu samfélagi samtím-
ans. Þeir sem vörðu endurútgáfuna töldu ekki að í bókinni væri að finna
kynþáttafordóma og vísuðu til jákvæðra bernskuminninga tengdra bók-
inni. Þannig tengdist bókin, eins og fyrr segir, tilfinningum fólks á mjög
persónulegan hátt sem hluti af æskuminningum þess. Þó voru sumir sem
endurskoðuðu þessar góðu bernskuminningar við endurútgáfu bókarinnar
eins og sést á orðum einnar konu í rýnihópaviðtali: „Ég reyndar verð að
viðurkenna, ég skammaðist mín pínulítið sko þegar ég hérna ... þegar ég
fór að lesa hana aftur ... Maður hálfskammast sín þegar maður sér svo, sko
sem fullorðin manneskja, hversu hlaðið fordómum þetta er.“73 Í slíkri sýn
birtist gagnrýnin endurskoðun á fortíðinni þar sem viðkomandi undrast að
myndir sem endurspegluðu kynþáttafordóma skyldu hafa þótt eðlilegar.
Raddir þeirra sem vörðu endurútgáfuna virtust einnig byggja á hug-
myndum norrænu undantekningarinnar þar sem talið var að hér áður
fyrr hefðu ekki verið kynþáttafordómar á Íslandi og þannig varði fólk
ákveðnar tilfinningar tengdar æskunni og ákveðna sýn á íslenska for-
tíð. Minna má á að myndskreytingar Muggs í bókinni eru ólíkar teikn-
ingum hans í Dimmalimm, annarri barnabók sem hann myndskreytti.
71 Kristín Loftsdóttir, „Endurútgáfa negrastrákanna: Söguleg sérstaða Íslands, þjóð-
ernishyggja og kynþáttafordómar“, bls. 101–124.
72 Sama rit.
73 Rýnihópur 3, viðtöl tekin í tengslum við endurútgáfu bókarinnar negrastrák-
arnir.
KRiStín loFtSdóttiR