Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 174
173
negrastrákamyndirnar passa hins vegar vel inn í dæmigerðar skopmyndir
af svörtum Bandaríkjamönnum frá lokum nítjándu aldar og byrjun þeirrar
tuttugustu. Í íslenskum textum frá svipuðum tíma svo sem ljóðum74 og
tímaritum75 má sjá hvernig hugmyndin um „svertingjann“ hafði ákveðið
inntak sem tilvísun til öðruvísi manneskju (ósiðmenntaðrar villimanns-
legrar en þó fyrst og fremst svartrar manneskju). Muggur dvaldist í stuttan
tíma í new York árið áður en hann teiknaði myndirnar og hefur að öllum
líkindum séð bandarískar skopmyndir af svörtu fólki þar.76
Viðtöl við einstaklinga af afrískum uppruna sem hafa búið hér á landi
um lengri eða skemmri tíma endurspegla reynslu þeirra af því að ákveðn-
ir kynþáttafordómar þykja almennt ásættanlegir á Íslandi, þá sérstaklega
að kalla fólk niðrandi nöfnum, ýmist í gríni eða í venjulegum samræð-
um. Umræður á bloggsíðum í tengslum við endurútgáfu negrastrákanna
endurspegla jafnvel enn betur ónæmi margra fyrir því að hugtök eins og
„negri“ og „niggari“ eru samofin sögu kynþáttafordóma. Tilvísun til þess-
ara einstaklinga sem hluti af ákveðnum kynþætti er þannig stór hluti af
daglegri reynslu þeirra. Flestir viðmælenda minna voru undrandi og jafn-
vel hneykslaðir á því hvernig talað var við þá og þá sérstaklega upplifun
þeirra á að vera kallaðir nöfnum eins og negri og niggari. Almenn upplifun
þeirra af því að búa á Íslandi var þó jákvæð og viðmælendur mínir töldu
sig almennt að öðru leyti ekki verða fyrir miklum kynþáttafordómum. Hér
þarf þó að hafa í huga að allir þessir einstaklingar höfðu reynslu af því að
búa í öðru Evrópulandi eða Bandaríkjunum áður en þeir komu til Íslands
og margir töluðu um að hafa þar fundið fyrir hatri í sinn garð.
Sumir viðmælendur mínir af afrískum uppruna töluðu um að stundum
mætti heyra jákvæðar staðalmyndir og forvitni í samskiptunum. Jákvæðar
staðalmyndir eiga sér þó oft ákveðnar rætur í eldri hugmyndum um fólk
frá Afríku sem framandi og villimannslegt. Einn viðmælandi minn, sem
unnið hefur fyrir samtök þar sem reynt er að spyrna fótum við fordómum
í samfélaginu, talaði um að Íslendingar án innflytjendabakgrunns sem fá
tækifæri til að vinna að sértækum verkefnum með innflytjendum óski oft
74 Kristín Loftsdóttir, „Leifar nýlendutímans og kynþáttahyggju: Ljóð Davíðs Stefáns-
sonar, Tómasar Guðmundssonar og deilur um skopmynd Sigmunds“ Skírnir, 184
(vor) bls. 121–144.
75 Kristín Loftsdóttir, „Shades of otherness: Representations of Africa in 19th-century
Iceland”, Social Anthropology, 16 (2) 2008, bls. 172–186.
76 Kristín Loftsdóttir, „Endurútgáfa negrastrákanna: Söguleg sérstaða Íslands, þjóð-
ernishyggja og kynþáttafordómar“, bls. 101–124.
ÚTLEnDInGAR, nEGRASTRÁKAR oG HRYðJUVERKAMEnn