Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 177
176
Litháum og Pólverjum. Aðrir í rýnihópnum tóku undir þetta.79 Sömu ein-
staklingar gerðu jafnframt oftast lítið úr fordómum í garð fólks af afrískum
uppruna á Íslandi. Þetta gefur til kynna að fordómar gagnvart fólki frá
Austur-Evrópu séu frekar viðurkenndir sem vandamál í íslensku samfélagi
en fordómar í garð annarra hópa. Það má velta fyrir sér hvort á Íslandi sé
að einhverju marki sterkari viðurkenning á „nýjum“ kynþáttafordómum
í garð ákveðinna hópa í samfélaginu, frekar en á svokölluðum eldri for-
dómum sem beinast á yfirborðinu að litarhætti. Þannig ógnar umræða um
nýja fordóma á Íslandi ekki þeirri sýn að Ísland eigi sér saklausa fortíð þar
sem land og þjóð voru ótengd umheiminum og þannig nýlendustefnu og
kynþáttafordómum. Í víðara evrópsku samhengi eru þó fordómar í garð
fólks frá Austur-Evrópu alls ekki nýir af nálinni. Michał Buchowski80 hefur
bent á að lengi vel hefur verið litið á Austur-Evrópubúa sem ósamrýman-
lega Evrópu; litið hefur verið á þá sem næstum evrópska en ekki fyllilega.
Dider Fassin81 bendir á að í samtímanum sé oft talað um fólk frá Austur-
Evrópu sem eina helstu ógn Evrópu, ásamt múslimum, hælisleitendum og
flóttafólki. Á Íslandi virðast slíkir fordómar þó vera nýir af nálinni, eins og
sjá má á umræðu Unnar Dísar Skaptadóttur frá árinu 2004 þar sem hún
fjallar um reynslu þriggja innflytjenda (tveggja frá Austur-Evrópu). Hún
bendir á að upplifun þeirra var sú að Íslendingar teldu þá vera vinnusama
og iðna, sem var ólíkt reynslu þeirra annars staðar frá í Evrópu.82 Þessi
jákvæða hugmynd um duglega útlendinga virðist þá að einhverju marki
hafa vikið fyrir aukinni áherslu á neikvæðari þætti eins og sjá má í nið-
urstöðum Unnar síðar meir og vísað var til hér fyrr.
Kynþáttafordómar eru margslungið fyrirbæri sem þarf að skilja
út frá hnattrænum og staðbundnum þáttum í sögulegu samhengi.83
79 Rýnihópur 3, viðtöl tekin í tengslum við endurútgáfu negrastrákabókarinnar.
80 Michał Buchowski, „From Exotic other to Stigmatized Brother“. Anthropological
Quarterly, 79 (3) 2006, bls. 463–482.
81 Dider Fassin, „compassion and Repression: The Moral Economy of Immigration
Policies in France“, The Anthropology of Globalization, ritstj. Jonathan Xavier India
and Renato Rosaldo, Malden: Blackwell Publishing, 2008, bls. 212–234.
82 Unnur Dís Skaptadóttir, „Mobilities and cultural Differences. Immigrants’ ex-
periences in Iceland“, Topographies of Globalization: Politics, Culture, Language, ritstj.
Valur Ingimundarson, Kristín Loftsdóttir og Irma Erlingsdóttir, Reykjavík: Háskóli
Íslands, 2004, bls. 133–148, hér bls. 142.
83 Kristín Loftsdóttir, „Skörun kynþáttafordóma og þjóðernishyggju: Fólk af afrískum
uppruna á Íslandi“, Þjóðarspegillinn 2011: Rannsóknir í félagsvísindum XII, ritstj.
Ása Guðný Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir og Helga Ólafs, Reykjavík: Félags-
vísindastofnun Háskóla Íslands, 2011, bls. 373–380.
KRiStín loFtSdóttiR