Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 178
177
Kynþáttafordómar geta fléttast saman við sýn fólks á sjálft sig í breiðu
samhengi eins og vörnin fyrir endurútgáfu Negrastrákanna ber vott um.
Þar verja einstaklingar kynþáttafordóma og ónæmi sitt fyrir tilfinning-
um þeirra sem verða fyrir kynþáttafordómum sem hluta af því að verja
ákveðna sýn á fortíðina. Aukinn skilningur á nauðsyn þess að skoða teng-
ingu kynþáttafordóma við aðra þætti sjálfsmyndar, svo sem hugmyndir
um þjóðerni, hjálpar einnig til við að skilja af hverju einstaklingum sem
myndu venjulega ekki ganga undir hatursumræðu finnst kynþáttafordómar
ásættan legir í ákveðnu samhengi. Það þarf að skoða vel hvaða útskýringar
eru dregnar upp til að réttlæta fordóma í garð ákveðinna einstaklinga sem
og hvernig ákveðnir hópar eru markaðir sem ósamrýmanlegir íslensku
samfélagi. Slík nálgun getur hjálpað okkur að skilja betur hvernig ein-
staklingar geta tekið þátt í kynþáttafordómum í einu samhengi en fordæmt
slíkt í öðru.84
Það er nokkuð þversagnakennt að á meðan áherslan hjá sumum hópum
í Bandaríkjunum og Evrópu er sú að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af
kynþáttafordómum vegna þess að þeir séu ekki lengur til, eins og ég ræði
um í upphafi, þá virðist í umræðum á norðurlöndunum oft litið svo á að við
þurfum ekki að hafa áhyggjur af kynþáttafordómum á norðurlöndunum
því þeir hafi aldrei verið til þar.
Lokaorð
Ég enda þar sem umræðan byrjaði, á heimaverkefni sonar míns en það
er eitt lítið dæmi um hvernig kynþáttahyggja – sú hugsun að hægt sé að
flokka fólk í kynþætti sem eru ólíkir að einhverju leyti – er hluti af samtíma
okkar. Sú athöfn að svara spurningunum, sem snúast ekki endilega um
flokkun í kynþætti en endurspeglar heimsmynd þar sem fólk skiptist í hvítt
fólk og svart, felur í sér virkar samræður við textann og þá heimsmynd
sem hann birtir. Sú heimsmynd dregur jafnframt dám af þróunarhyggju í
vestrænu samfélagi þar sem talað var um hvítt fólk sem boðbera framfara
og betra lífs, sem óvirk viðföng í öðrum heimshlutum hlytu að fagna.
Einmitt vegna þess að heimsmynd er undirliggjandi er hún áhrifamikil
sem sjálfsögð og eðlileg.
Sumar orðræður, sem vísa beint eða óbeint til flokkunar fólks í kyn-
þætti, eru skilgreindar sem fordómar á meðan aðrar eru ekki settar í slíkt
83 Steve Garner, Racisms: An introduction, London: Sage, 2010.
ÚTLEnDInGAR, nEGRASTRÁKAR oG HRYðJUVERKAMEnn