Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 183
182
árásirnar í París í tengslum við almenna fylgisaukningu hægri öfgahreyfinga
og hægri flokka um alla Evrópu. Kosningarnar til Evrópuþingsins í maí 2014
eru sterk vísbending um þessa þróun, en þar urðum við vitni að ótrúlegum
árangri hægri popúlista-, jafnvel nýfasistaflokka eins og Þjóðfylkingarinnar
(í Frakklandi) og Gullinnar dögunar (í Grikklandi). Í Þýskalandi er stað-
an ekki ósvipuð þar sem flokkur Angelu Merkel, Kristilegir demókratar,
hefur hægt og rólega færst nær miðjunni og þannig gefið rými fyrir flokk-
inn Alternative für Deutschland (Annað val fyrir Þýskaland), popúlískan
flokk Evrópusambandsandstæðinga á hægrivængnum.1 nýjasta dæmið um
þessa hægribylgju er hins vegar skyndileg og, að mati flestra sem fylgj-
ast með, óvænt fylgisaukning „Pegida“-hreyfingarinnar (þ. Patriotische
Europäer gegen die Islamisierung des Abendlandes)2 sem rekur uppruna sinn
til austurþýsku borgarinnar Dresden, en hefur nú breiðst út til annarra
hluta Þýskalands og Evrópu, þar á meðal noregs og Íslands.
Ætlunin með þessari stuttu grein er að ræða árásirnar í París í tengslum
við auknar vinsældir Pegida-hreyfingarinnar. nafnið vísar til andstöðu
fylgjenda hennar við meinta Íslamsvæðingu Vesturlanda, sem brýst meðal
annars fram í þeirri skoðun að nú þegar sé vegið að tjáningarfrelsinu og
„pólitískur rétttrúnaður“ setji því skorður. Af þeim sökum eru charlie
Hebdo og fórnarlömb árásarinnar í París hyllt sem píslarvottar tjáning-
arfrelsisins, en á sama tíma hefur Pegida og margir, ef ekki flestir, fylgj-
endur þess afar tvíbenta afstöðu til tjáningarfrelsisins og djúpstæða óbeit á
helstu fjölmiðlum Þýskalands sem þeir telja að lúti stjórn ríkisvaldsins.
„Wir sind das Volk!“ – Pegida sem rödd fólksins?
Þrátt fyrir óvænta fylgisaukningu og útbreiðslu verður að ræða tilkomu
Pegida-hreyfingarinnar í því þrönga austur-þýska samhengi sem hún spratt
úr. Vissulega hefur hægri popúlismi skapað sér sess í pólitísku landslagi og
1 Þar til fyrir skemmstu hafði Kristilegum demókrötum tekist mjög vel að halda
hægrisinnuðum popúlistum niðri með því að innleiða slíka strauma í flokk sinn
og koma þannig í veg fyrir tilkomu nýrra flokka hægra megin við sig. Tilkomu
Alternative für Deutschland má að miklu leyti skýra með efasemdum þýsks almenn-
ings um Evrusamstarfið, en góður árangur flokksins byggist líka á þeirri staðreynd
að cDU hafi gefið eftir á ýmsum sviðum hefðbundinnar íhaldsstefnu, svo sem í
orkumálum, málefnum innflytjenda og um jafnrétti kynjanna.
2 Hugtakið „Abendland“ vísar til hinnar gömlu aðgreiningar á milli hinna kristnu
Vesturlanda þar sem sólin sest, og Austurlanda sólaruppkomunnar (þ. Morgen-
land).
MaxiMilian ConRad