Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 184
183
flokkakerfi Þýska sambandslýðveldisins, ekki síst fyrir tilstuðlan Alternative
für Deutschland og fylgisaukningar flokks Evrópusambandsandstæðinga
hægra megin við Kristilega demókrata. Umtalsverður kosningasigur
flokksins í þýsku þingkosningunum 2013 er sönnun þess. Í kjölfarið fylgdi
góður árangur í kosningum til Evrópuþings og fylkisþinga (í austurþýsku
fylkjunum Saxlandi, Brandenburg og Thüringen) í ágúst og september
2014. Það er hins vegar engin tilviljun að Pegida-hreyfingin – sem bland-
ar útlendingaandúð saman við mælskulist andófs, kemur fram sem rödd
fólksins og hafnar allri þátttöku í pólitískri umræðu um markmið sín – skuli
koma fram og ná núverandi stærð sinni í austurþýska fylkinu Saxlandi,
hvort heldur litið er til upprunalegrar myndar hennar í Dresden eða hins
róttækara afsprengis „Legida“ í Leipzig (þ. Leipziger gegen die Islamisierung
des Abendlandes). Því er heldur engin tilviljun að tilraunir til að koma á
svipuðu bandalagi á milli róttækra hægriafla og „almennra borgara“ í vest-
urhluta landsins hafa hingað til mistekist, hrapallega í sumum tilfellum.3
Tilkoma Pegida í Austur-Þýskalandi er merki um mun dýpra kerfis-
lægt vandamál í þróun samfélagsins og eflingu lýðræðislegra gilda, sér-
staklega þegar kemur að umburðarlyndi og virðingu fyrir fjölbreytileika.
Útlendingaandúð og hægri öfgar hafa verið vandamál frá endursameiningu
Þýskalands, eins og stuðningur við hinar hryllilegu íkveikjuárásir á íveru-
staði hælisleitenda í borgum eins og Hoyerswerda árið 1991 og Rostock-
Lichtenhagen árið 1992. Í aðdraganda HM í knattspyrnu, árið 2006, viðr-
uðu meira að segja sumir áhyggjur sínar af öryggi gesta frá Afríkuríkjum í
austurhluta landsins, sérstaklega þar sem margir leikir fóru fram í Leipzig.
Þegar austurþýskur uppruni Pegida er skoðaður er vert að minnast á að
samkvæmt nýjustu aðgengilegu tölum, eru múslimar 0,1% íbúa í Saxlandi.
Eigi að síður eru vikuleg mánudagsmótmæli Pegida í Dresden þau fjöl-
mennustu í Þýskalandi og því má segja að í Dresden geti Pegida frekar
haldið því fram að liðsmenn hreyfingarinnar séu fulltrúar „þjóðarinnar“
en við á í öðrum borgum og héruðum landsins. Þó er vert að taka fram
að í Dresden fór einnig fram ein stærsta mótmælagangan gegn Pegida til
3 Yfirleitt koma mun fleiri andstæðingar Pegida en stuðningsmenn í göngur samtak-
anna í Vestur-Þýskalandi. Skipuleggjendur fyrirhugaðrar göngu Pegida í Köln, sem
mikið hefur verið rædd, stóðu frammi fyrir því að ljósin voru slökkt á dómkirkjunni
í Köln og á fjölmörgum brúm yfir ána Rín til að gefa göngunni ekki of fallegan
bakgrunn. Á svipaðan hátt slökktu borgaryfirvöld í Berlín ljósin fyrir framan Brand-
enburgarhliðið. Borgaryfirvöld í Leipzig hjuggu síðar í sama knérunn með því að
hvetja íbúa til að slökkva ljósin heima hjá sér á meðan á göngu Legida stóð.
TJÁnInGARFRELSI – FRELSI FRÁ GAGnRÝnI?