Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 196
195
telja – ad infinitum. Þess vegna segi ég S við þetta tækifæri. Kenningin gæti
þá verið eftirfarandi. Líti mælandi M svo á, við tiltekið tækifæri, að tjáning
hans á einhverri setningu S við áheyranda A muni stuðla að því að A geri
X, þá er málgjörð M dæmi um bein eða óbein tilmæli þess efnis að A skuli
gera X.
Auðvelt er að yfirfæra þessa kenningu yfir á hatursfull tilmæli um
ofbeldi eða fjandskap. og við fyrstu sýn virðist nokkuð vera til í kenn-
ingunni. Ef ég geri eitthvað – hvort sem það telst tjáning eður ei – og hef
myndað mér þá skoðun að athöfn mín muni stuðla að því að einhver beiti
ofbeldi, þá hef ég vitandi vits hvatt til ofbeldis. Ef ég sparka í einhvern í
sjálfsvörn og bý mig samstundis undir hnefahögg, flokkast sparkið í vissum
skilningi undir ofbeldishvetjandi athöfn. En auðvitað kemur alltaf fleira til.
Ég leit einnig svo á að sparkið gæti orðið mér til bjargar.
nú kemur Charlie Hebdo loks til sögunnar. Ekkert getur mögulega rétt-
lætt kaldrifjuð morð Kouachi-bræðranna en það er eigi að síður vel þess
virði að spyrja sig hvort sumar teiknimyndir sem birst hafa í blaðinu eigi
heimtingu á að njóta verndar franska ríkisins í nafni tjáningarfrelsis. Tvær
staðreyndir hljóta að vera á allra vitorði. Sagan sýnir að birting teikninga
af Múhameð spámanni geta leitt til ofbeldis. Þar að auki eru félagslegar
aðstæður múslima í Frakklandi vægast sagt dapurlegar – sem þjóðfélags-
hópur hafa þeir lítil pólitísk völd, sæta fordómum og búa við meiri fátækt
en gengur og gerist í Frakklandi. Það er tvennt ólíkt að gera gys að undir-
okuðum hópum samfélagsins og ráðandi stéttum, t.d. hvítum, kaþólskum
karlmönnum. Hinu fyrra er raunverulega hætt til að kynda undir fordóm-
um og samfélagslegri brennimerkingu (e. stigma) sem þegar eru til staðar
og valda þannig áþreifanlegum skaða.3
Í ljósi þessara staðreynda og ætlunarhyggju um merkingu er nokk-
uð skýrt að málsvarar óhefts tjáningarfrelsis geta ekki með réttu sagt að
Múhameðsteikningarnar megi ekki banna vegna þess að háðung og satíra
tímaritsins sem um ræðir hafi gengið jafnt yfir alla. Því það gerði hún
ekki. Á svipaðan hátt má segja að skaðlegt grín sem beinist að jaðarsettum
hópum, t.d. transfólki, verði ekki réttlætt með því að segja að grínistinn
dragi nú líka dár að forsætisráðherra. En þetta eru auðvitað ekki einu rökin
sem tína má til.
Ef kenningin hér að ofan fær að standa óbreytt virðist vera að skop-
3 Sbr. Elizabeth Anderson, The Imperative of Integration. Princeton: Princeton Uni-
versity Press, 2010.
HVEnÆR HVETJA oRð TIL oFBELDIS?