Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 199
198
ingar og nauðung, þar sem ofbeldið er t.d. látið líta út fyrir að vera slys.
Hugsið ykkur t.a.m. æfingaskotsvæði sem hefur verið breytt þannig að
kúlurnar sem fara í gegnum skotmarksskífuna halda áfram ferð sinni og
hæfa einhvern sem var blekktur til að sitja á tilteknum stað og drekka kaffi.
Hljómar eins og atriði úr mafíumynd: sá sem tók í gikkinn er í raun saklaus
og fórnarlambið var grunlaust.
ofbeldishvetjandi málgjörð er allt annars eðlis og það skýrist – að hluta
– af tilkomu samskiptaætlunarinnar. Mafíudæmið að ofan fæli sennilega
í sér ýmsar ámælisverðar upplýsandi ætlanir en þær væru margar hverjar
faldar líkt og í partídæminu sem við byrjuðum með. Þetta er hins vegar
ekki nóg til að svara spurningunni um muninn á málgjörðum og athöfnum
almennt. Fræðimenn á þessu sviði samþykkja allflestir að jafnan séu náin
tengsl á milli samskiptaætlunarinnar og ástæðunnar sem mælandinn telur
að áheyrandinn ætti að hafa til að taka það sem sagt er trúanlegt. Þegar
ætlunarhyggja um merkingu var fyrst sett fram af Paul Grice í greininni
„Meaning“ árið 1957 var hugmyndin sú að meining mælandans ákvarð-
aðist af þremur tegundum ætlunar.4 Margir samþykkja þetta enn í dag en
við skulum leiða ofvaxna rökræðu fræðimanna um þetta hjá okkur hér.5
Ætlunarkenningin væri þá á þessa leið:
„M hvetur til X með því að tjá S“ er satt ef og aðeins ef til er áheyr-
andi A þannig að M tjáir S og ætlar
(1) að fá A til þessa að gera X,
(2) A að bera kennsl á að M ætlar (1), og
(3) að A beri kennsl á að M ætlar (1) að virka, að hluta til, sem
ástæða fyrir (1).
Köllum (3) „virkniætlunina“. Hugmyndin er í stuttu máli sú að þegar ég
segi við vinkonu mína, t.d., að það sé rigning úti, þá ætlast ég m.a. til þess
að hún myndi sér þá skoðun að það sé rigning úti af því að ég sagði henni
það. Auðvitað gæti ég verið að ljúga eða verið óáreiðanlegur og þar fram
eftir götunum en virkniætlunin er líka til staðar í þeim tilfellum. Hún er
semsé almennt og yfirleitt nokkuð sem mælendur láta óbeint í ljós með því
að tjá sig yfirleitt. En við förum ekki nánar út í þá sálma hér.
4 Paul Grice, „Meaning“, The Philosophical Review, 66: 3/1957, bls. 377–388. (End-
urpr. í Paul Grice, Studies in the Way of Words, bls. 213–223.)
5 Sjá t.d. Tim Wharton, Pragmatics and Non-Verbal Communication. cambridge:
cambridge University Press, 2009.
elMaR geiR unnSteinSSon