Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 200
199
Á endanum ber maður siðferðilega ábyrgð á því sjálfur hverju og hverj-
um maður trúir. Ábyrgð er samt ljótt orð og ég nota það hér í þeim skiln-
ingi að hver sem lætur telja sér ranglega trú um að þörf sé á ofbeldi ger-
ist sekur um siðferðilega ámælisverða hugsun eða hegðun. Sökin liggur
því bæði hjá þeim sem mælti og þeim sem hlustaði. Traustið sem slíkt er
lastvert í þessu samhengi, óháð því hvort ódæðið er framið.6 Þegar ofbeld-
ishvetjandi athöfn er ekki réttnefnd málgjörð liggur sökin hins vegar ekki
endilega hjá þeim sem var blekktur. Vitanlega eru undantekningar, t.d. ef
viðkomandi hefur vanrækt skyldu sína til að afla sér upplýsinga áður en
verknaðurinn var framinn.
Þetta bendir til þess að skerðing tjáningarfrelsis verði að vera takmörk-
uð og einskorðast við tilfelli þar sem skýrt er að illur hugur fylgir máli,
hvort sem hatrið hvetur til mismununar gagnvart minnihlutahópum eða
til líkamlegs ofbeldis. Ennfremur má ljóst vera að fólk á að forðast að
nota óréttlætanlegar árásir á saklaust fólk sem ástæðu til að velta upp öllu
mögulegu sem hægt er að segja til að gagnrýna hegðun fórnarlambanna.
Hvað nákvæmlega höfðu gyðingarnir gert til að verðskulda dauðann?
Auðvitað ekkert, enda vogar sér enginn að segja: „Morðin á þessum gyð-
ingum voru óheyrilegur og óréttlætanlegur glæpur, en …“. Samt er þetta
sagt og skrifað um ritstjórn Charlie Hebdo. og öll höfum við einhvern tíma
gerst sek um siðferðilega ámælisverða hegðun eða hugsun vegna þess að
sjálfvirkri, ómeðvitaðri hegðun okkar er oftar en ekki stjórnað af duldum
staðalmyndum, hugsanavillum og þekkingarfræðilegri vanrækslu. Það er
annað og verra að hæðast að jaðarsettum hópi í ræðu og riti að yfirlögðu
ráði og í því augnamiði að valda honum skaða. nasistar gerðu það ljós-
lega gagnvart gyðingum en það er ekki eins ljóst að skopmyndateiknarar
Charlie Hebdo séu undir sömu sök seldir.
Fræg eru orð hæstaréttardómarans olivers Wendell Holmes, þegar
hann skrifaði sérálit fyrir minnihlutann í Abrams gegn Bandaríkjunum
árið 1919.7 Hinir ákærðu voru dæmdir fyrir að hindra stríðsrekstur
Bandaríkjanna með því að hvetja til þess að framleiðslu sem nauðsynleg
var framgangi stríðsins yrði hætt eða dregið úr henni. Holmes hélt því
fram að ekki væri sannað að ákærðu hefðu haft þessa tilgreindu ætlun og að
engin raunveruleg hætta stafaði af málflutningi þeirra. En málfrelsisrökin
6 Sbr. Dan Sperber o. fl., „Epistemic Vigilance“, Mind & Language, 25: 4/2010, bls.
359–393.
7 Jeremy Waldron, The Harm in Hate Speech. cambridge, MA: Harvard University
Press, 2012.
HVEnÆR HVETJA oRð TIL oFBELDIS?