Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 202
201
Árið 1982 sagði bandaríski mannfræðingurinn Eric Wolf að þegar við
notum hugtök eins og menning og þjóðríki eigum við á hættu að umbreyta
þeim í hluti.1 Hugtök sem eiga að ná utan um flókinn og síbreytilegan
veruleika – sem er í raun illflokkanlegur – skapa þannig oft nýjan veruleika
sem virðist vera eðlilegur og sjálfsagður, líkt og efnislegir hlutir í kringum
okkur. Þessi ábending Wolfs á jafn vel við í dag og 33 árum síðar og ég ætla
hér að skoða umræður í kjölfar hryðjuverkanna í París í janúar 2015 út frá
þessari athugasemd Wolfs. Ég legg sérstaka áherslu á gagnrýna notkun
hugtaka eins og íslam og fjölmenning.
Hluti af umræðunni í kjölfar hryðjuverkanna hefur snúið að nauðsyn
þess að spyrna fótum við pólitískri rétthugsun sem bannar fólki að gera
grín að innflytjendum, sérstaklega múslimum og þeirra trúarbrögðum.
Slíkar raddir eru ekki nýjar í íslensku samfélagi heldur hafa þær komið
upp með reglulegu millibili.2 Í rannsóknum mínum á kynþáttafordómum
á Íslandi hef ég skoðað umræður sem snúa að dökku fólki frá Afríku og
þrátt fyrir að grín sé ekki eitthvað sem ég hef skoðað markvisst hefur það
oft verið sýnilegt í umræðu um hvaða hugtök eða táknmyndir sé jákvætt
eða neikvætt að nota. Viðkvæðið er þá oft að eitthvað sem felur í sér kyn-
þáttafordóma sé grín og sem slíkt eigi ekki að taka það alvarlega, eða þá
að grínið sé grín í íslensku samhengi vegna þess að á Íslandi hafi aldrei
1 Eric R. Wolf, Europe and the people without history, Berkeley: University of california
Press, 1982.
2 Kristín Loftsdóttir, „Endurútgáfa negrastrákanna: Söguleg sérstaða Íslands, þjóð-
ernishyggja og kynþáttafordómar“, Ritið, 13 (1) 2013, bls. 101–124; Kristín Lofts-
dóttir, „Leifar nýlendutímans og kynþáttahyggju: Ljóð Davíðs Stefánssonar,
Tómasar Guðmundssonar og deilur um skopmynd Sigmunds“, Skírnir, 184 (vor)
2010, bls. 121–144.
Kristín loftsdóttir
Grín, íslam og fordómar
í fjölmenningarlegu samfélagi
Ritið 1/2015, bls. 201–207