Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 203
202
verið kynþáttafordómar.3 Það má byrja á að leiðrétta að vissulega er rangt
að á Íslandi hafi aldrei verið kynþáttafordómar. Kynþáttafordómar voru,
rétt eins og annars staðar í Evrópu, hluti af skilningi fólks á umheim-
inum, eins og tímarit og námsbækur frá upphafi tuttugustu aldar sýna.
Eftir fjöldamorð nasista í seinni heimsstyrjöld, sem voru réttlætt með til-
vísun til kynþáttaflokkana, var hins vegar farið að líta á kynþáttafordóma
sem hættulega og siðferðilega óverjandi, eins og sjá má af lagabreytingum
og alþjóðlegum samþykktum.4
Í samtímanum er afneitun fólks á kynþáttafordómum eitt meginein-
kenni á almennri umræðu á Vesturlöndum5 og eru viðhorf sem í raun ein-
kennast af kynþáttafordómum þá oft réttlætt með því að benda á að þau
eigi sér allt aðrar skýringar en fordóma. Þannig er gengið út frá því að kyn-
þáttafordómar fyrirfinnist í huga þeirra sem verða fyrir þeim. Einnig skilja
einstaklingar sig frá kynþáttafordómum á þeirri forsendu að kynþáttafor-
dómar tíðkist ekki í þeirra heimshluta og því séu orð eða brandarar sem
einkennast af kynþáttafordómum einhvern veginn öðruvísi heima fyrir
en annarsstaðar. Þessi krafa um sakleysi og að vera ekki hluti af sóðalegri
fortíð Evrópu byggist til dæmis oft á því á Íslandi að útlendingar skilji bara
ekki að hér sé þetta öðruvísi – því við áttum ekki nýlendur.6
Annað megineinkenni á kynþáttafordómum í samtímanum er að þeir
fela í sér aukna tilvísun í hugtök eins og „menning“ og „trúarbrögð“ í stað
líffræðilegs uppruna.7 Vísun til múslima og menningar þeirra endurspegl-
ar þetta, þrátt fyrir að slík skírskotun feli einnig oft í sér tilvísun í ákveðna
líkamsgerð eða útlit. Áhersla á atriði sem ekki beinast fyrst og fremst að
líkamlegu atgervi er ekki ný heldur hafa kynþáttafordómar sögulega falið í
sér líffræðilegar, menningarlegar og stéttarlegar skírskotanir. Skrif félags-
fræðingsins Zygmunds Bauman, sem byggja á reynslu hans í helförinni í
Þýskalandi í seinni heimsstyrjöld, draga fram hvernig kynþáttafordómar
hafa aldrei snúist eingöngu um húðlit en hann bendir á að einn grunn-
3 Kristín Loftsdóttir, „Endurútgáfa negrastrákanna“.
4 Kimberlé Williams crenshaw, „Race, Reform and Retrenchment“, Theories of Race
and Racism: A Reader, ritstj. Les Back og John Solomos, new York: Routledge,
2000, bls. 549–560.
5 Robert Blauner, „Talking Past Each other: Black and White Languages of Race”,
The American Prospect, 10 1992, bls. 55–64.
6 Kristín Loftsdóttir, „Endurútgáfa negrastrákanna“.
7 Etienne Balibar, „Is there a ‘neo-racism’?“, Race, Nation and Class: Ambiguous
Identities, ritstj. Etienne Balibar, Immanuel Wallerstein, London: Verso, 1991, bls.
17–28.
KRiStín loFtSdóttiR