Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 204
203
þáttur kynþáttafordóma sé tenging þeirra við hugmyndir um nútímann og
siðmenningu. Bauman bendir á að kynþáttafordómar feli í sér útskúfun og
niðurlægingu ákveðinna hópa fólks á kerfisbundinn hátt vegna þess að þeir
eru taldir vanþróaðir í eðli sínu og óhæfir til að vera hluti af nútímanum.8
Þessi ábending Baumans á vel við í dag hvað varðar staðalmyndir íslam
í evrópskum nútíma samfélögum, þar sem oft er litið á múslima – allt að
einn og hálfan milljarð einstaklinga sem búa í gjörólíkum þjóðríkjum, eru
af ólíkum þjóðernislegum uppruna og sem skiptast niður í ólíkar túlk-
anir á trúarbrögðunum rétt eins og kristnir – sem ósamrýmanlega evr-
ópskum gildum og fasta í villimannslegri fortíð sem Vesturlönd hafi fyrir
löngu skilið við. Þetta er ef til vill sérstaklega merkilegt í ljósi þess að í
aldanna rás hafa múslimar verið hluti af þeim fjölbreytileika sem við köll-
um Evrópu, svo sem í löndum eins og Spáni og Austurríki. Líkt og Esra
Özyürek bendir á, er afleiðingin sú að umræður um íslam í Evrópu snúast
um umburðarlyndi gagnvart framandi og ó-evrópskum trúarbrögðum.9
Fjölmenningarlegt samfélag
Áherslan á morðin sem hluta af átökum „múslima“ og „Evrópu“ eða
sem þátt í innflytjendavanda Evrópu felur í sér ákveðnar forsendur. Þar
á meðal, eins og ég minntist á fyrr, að við getum vísað til „múslima“ sem
einnar heildar framandi Evrópu og að þættir eins og blóðug saga Frakka í
norður-Afríku og uppruni morðingjanna í Alsír skipti ekki máli. Özyürek
bendir á að áhersla á hugtök sem snúast um múslima eins og „íslamskur
terrorismi“ og „íslamofóbía“, túlki tengsl á milli einstaklinga og hópa út
frá trúarbrögðum, en miklu gagnlegra væri að skoða pólitísk og söguleg
tengsl.10 Að túlka morðin í ljósi átaka menningarheima fellur jafnframt
vel að þeirri snyrtilegu skiptingu á milli innflytjenda og heimamanna sem
hefur á síðastliðnum áratugum verið stór þáttur í að skapa heimssýn sam-
tímans. Hún virðist byggja á þeirri tilfinningu að áður hafi allt verið í röð
og reglu í Evrópu, með hvert þjóðríki og menningu snyrtilega hlið við hlið
– heimssýn sem mannfræðingar kalla gjarnan „mósaíkmódelið“ – en núna
8 Zygmund Bauman, „Modernity, Racism, Extermination“ Theories of Race and Rac-
ism: A Reader, Routledge Readers in Sociology, ritstj. Les Back and John Solomos,
2001, bls. 212–228. Hér bls. 215.
9 Esra Özyürek, „The Politics of cultural Unification, Secularism, and the Place of
Islam in the new Europe“, American Ethnologist, 32 (4) 2005, bls. 509–512.
10 Sama rit, bls. 511.
GRÍn, ÍSLAM oG FoRDÓMAR Í FJÖLMEnnInGARLEGU SAMFÉLAGI