Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 205
204
vegna innflytjenda sé ringulreið megineinkennið.11 Þjóðríkin sjálf eru þó
ekki gamalt fyrirbæri og sagan hefur einkennst af flutningum og breyting-
um á því hvernig þjóðernishópar afmarka sig.12 Auk þess hafa Evrópubúar
síðustu aldir trúlega verið þjóða duglegastir að flytja sig í nýjar heimsálfur
og setja mark sitt á þær.
Ef við beinum sjónum þannig frá trúarbrögðum sem vandamáli í átt að
því að horfa á samtímapólitík hvetur það okkur til að skoða nánar valda-
tengsl á milli ólíkra hluta heimsins. noam chomsky13 bendir til dæmis
á að spyrja þurfi hvaða hryllingur er skilgreindur sem atlaga að tjáning-
arfrelsinu og hvaða dráp hljóti ekki slíka stöðu. chomsky bendir á að dráp
Bandaríkjamanna á saklausu fjölmiðlafólki utan Vesturlanda hafa ekki
vakið sterk viðbrögð eða örvað umræður um tjáningarfrelsið.
Valdatengsl má einnig finna í því hvernig morðin eru staðsett með
því að segja þau framkvæmd af „múslimum” eða telja að af þeim megi
ráða eitthvað um múslima sem heild. Ef við tökum önnur dæmi þar sem
trúarbrögð eru notuð sem réttlæting má benda á morð í Bandaríkjunum á
læknum og starfsfólki fóstureyðingastöðva sem fylgismenn kristinna hópa
hafa framið. Síðustu áratugi hefur hryðjuverkahópurinn Lord’s Resistance
Army í norðurhluta Úganda framið hroðaleg mannréttindabrot og morð
og oft látið börn fremja verknaðina. Þrátt fyrir að hópar af þessu tagi rétt-
læti slíka verknaði með vísun til kristinnar trúar varpar það í sjálfu sér litlu
ljósi á þessar ólíku hreyfingar að nota kristna trú sem útskýringu eða reyna
að skilja þessar hreyfingar frá einhverjum eðliseinkennum kristinnar trúar.
„Ég skil ekki eitt Kristín“ sagði vinur minn frá níger þegar ég ræddi við
hann í símanum nýlega og talið barst að hryðjuverkunum í París, „Þetta
eru ræningjahópar sem drepa alla sem standa í vegi fyrir þeim, sama hvort
þeir eru múslimar eða ekki. Af hverju er alltaf vísað til þessara manna
sem múslima, eins og það segi eitthvað?“ Hann minntist ekki á það en
það hlýtur að vekja upp spurningar hjá mörgum í níger hversu lítil við-
brögð alþjóðasamfélagsins voru þegar 2000 manns voru drepnir í nígeríu
11 Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, „cultivating culture? Images of
Iceland, Globalization and Multicultural society“, Images of the North: Histories –
Identities – Ideas, ritstj. Sverrir Jakobsson, Amsterdam: Rodopi, 2009, bls. 201–212;
Sandra Ponzanesi, „Feminist Theory and Multiculturalism“, Feminist Theory, 8 (1)
2007, bls. 91–103.
12 Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, „cultivating culture?“
13 noam chomsky, „chomsky: Paris attacks show hypocrisy of West’s outrage“,
CNN, uppfærð útgáfa 20. janúar 2015, sótt 21. janúar 2015 af http://edition.cnn.
com/2015/01/19/opinion/charlie-hebdo-noam-chomsky/index.html
KRiStín loFtSdóttiR