Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 206
205
á svipuðum tíma af hermönnum Boko Haram. Þau morð virðast ekki vera
táknræn fyrir eitt eða neitt.
Grín og fjölmenningarlegt samfélag
En hvað þá með grín í hinu svokallaða fjölmenningarlega samfélagi? Það
er vel þekkt að grín og brandarar eru góður vettvangur fyrir fordóma af
ýmsu tagi og henta vel til að gera hatursfullar staðalmyndir viðkunnanleg-
ar og skemmtilegar, ásamt því að gera þær að næstum hversdagslegum
hluta af daglegu lífi fólks.14 Þrátt fyrir að þannig megi leggja áherslu á
þessar hliðar gríns þýðir það ekki sjálfkrafa að allt grín eigi að banna. Það
er til dæmis einnig vel þekkt að vísindi sem slík hafa í gegnum söguna
verið ákjósanlegur vettvangur til að gera kynþáttafordóma ásættanlega –
og þar er mín eigin fræðigrein alls ekki undanskilin enda var hún virk í
að ljá kynþáttafordómum vísindalegt yfirbragð í upphafi 20. aldar. Eigi að
síður er mikilvægt að þeir sem hafa áhuga á gríni horfist í augu við það að
grín er ein af mörgum leiðum til þess að tjá fordómafullar eða hatursfullar
hugmyndir um aðra og hefur verið notað markvisst af haturshópum til að
koma skilaboðum sínum á framfæri.15 Michael Billig bendir á að notkun
hugtaka eins og „negri“ í rasistabröndurum leitast við að af-mennska þá
sem eru viðföng brandarans. Þeir eru „negrar“ og ekki þarf að finna til
samkenndar með þeim sem slíkum. 16 Markmið þessa brandara þarf þó
ekkert endilega að vera að gera lítið úr öðrum – þótt það geti verið það
– og má hér minna á að forræði þeirra sem hafa stöðuna ,hvítur‘ byggir
að hluta til á því að þeir þurfa ekki að skilgreina sig eða hugsa um sig út
frá ákveðnum litarhætti.17 Það er auðvelt að segja að eitthvað sé ekki kyn-
þáttafordómar – eða að maður meini það ekki þannig – þegar maður hefur
sjálfur aldrei þurft að hugsa um sjálfan sig út frá flokkun eftir litarhætti eða
fundið fyrir slíkum fordómum á eigin skinni.
Samhliða þessu er þó augljóst að fyndni er heppilegt tæki til að gagn-
rýna og bregða upp nýjum flötum á veruleikanum. Grín sem vísar í staðal-
14 Til dæmis Raúl Pérez, „Learning to make racism funny in the ‘color-blind’ era:
Stand-up comedy students, performance strategories, and the (re)production of
racist jokes in public“, Discourse and Society, 24 (4) 2013, bls. 478–503.
15 Michael Billig, „Humour and Hatred: The Racist Jokes of the Ku Klux Klan“,
Discourse and Society, 12 (3) 2001, bls. 267–289.
16 Sama rit.
17 John Hartigan Jr., „Establishing the fact of whiteness“, American Anthropologist, 99
(3) 1997, bls. 495–505.
GRÍn, ÍSLAM oG FoRDÓMAR Í FJÖLMEnnInGARLEGU SAMFÉLAGI