Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 211
210
Íronistinn er sér meðvitaður um að öll lífssýn er í eðli sínu háð stað og
stund. Leiðirnar sem við höfum til að hugsa um sjálf okkur og heiminn eru
persónulegar og uppsprettur hugmynda, nýjunga og leiða geta verið hvar sem
er: Í bókum, reynslu eða samskiptum. Hver manneskja vinnur úr sinni reynslu
með þeim orðaforða sem lífið hefur gefið henni og frjáls og óheft hugsun birt-
ist ekki síst í því að geta hugsað um þann „endanlega orðaforða“ sem beitt er
hverju sinni og verið fær um að breyta honum og endurskoða hann eins og
reynslan býður.
nokkur atriði er gott að hafa í huga við lestur á þessum kafla. Í fyrsta
lagi heldur Rorty því fram að íhugun um eigið sjálf – sjálfsmótun og í raun
þroski, sé aðgreindur frá félagslegum og pólitískum viðfangsefnum. Íronían
er nauðsynleg sjálfsskilningi en ekki þegar kemur að skipulagi samfélagsins.
Strax við lestur kaflans sjálfs verður erfitt að sjá hvernig þetta getur geng-
ið upp. Sjálfsskilningur varðar alltaf samband við aðra og þess vegna virð-
ist óhjákvæmilegt annað en að íronistinn sjái pólitíska skipan í öðru ljósi en
„frumspekingurinn“. En röksemdir Rortys í þessa átt virðast byggja á þeirri
hugmynd meðal annars að í samfélagi þar sem frjálslynd gildi og lýðræði eru
viðtekin, skipti undirliggjandi munur á gildismati eða persónulegri lífssýn ekki
máli – ekki þá að öðru leyti en því að fjölbreytt sýn og ólík þekking og upp-
lifun geti hjálpað til við að takast á við og leysa þau viðfangsefni sem við hverju
samfélagi blasa. Fjölbreytileiki er góður.
Í öðru lagi hefur afstæðishyggjan sem Rorty virðist gefa sér verið upp-
spretta heiftúðugrar gagnrýni á hann. Íronistinn virðist einkum upptekinn af
sjálfum sér og úr sambandi við þau grunngildi siðferðisins sem eru nauðsynleg
til að siðferðileg hugsun geti þrifist. Um leið og íronistinn gefur lítið fyrir
nákvæmni og viðleitni til að rökstyðja og sýna fram á margvísleg grundvall-
argildi, gefur hann líka lítið fyrir þá hugsun sem hefur getið af sér ekki aðeins
frjálslynd gildi, heldur einnig vísindalega aðferð. Svar Rortys við þessari gagn-
rýni birtist fyrst og fremst í andmælum við aðgreiningum. Vestræn heimspeki,
að minnsta kosti sú sem birtist í rökgreiningu, þrífst á aðgreiningum á borð
við skynsemi-andskynsemi, sýnd-reynd, hugur-efni, skynjanlegt-skiljanlegt
og svo framvegis. Mikilvægt sé að skilja að sá orðaforði – eða orðræða – sem
sköpuð er á grunni slíkra hugtaka og aðgreininga er ekki röklega nauðsynleg,
eða óhjákvæmileg afleiðing frjálsrar hugsunar, heldur söguleg hending. Hún
getur verið góð til síns brúks, en um leið og við förum að trúa á hana – ímynda
okkur að hún feli í sér endanlegar leiðir til að skilja heiminn, þá erum við á
villigötum.
RIcHARD RoRTY