Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 213
212
Einkaírónía og von frjálslyndisins
Allar manneskjur hafa í farteskinu safn orða sem þær nota til að réttlæta
gjörðir sínar, sannfæringu og lífsmáta. Þetta eru orðin sem við notum til
að lofa vini okkar og hæðast að óvinum, til að lýsa langtímamarkmiðum
okkar, dýpstu efasemdum um sjálf okkur og háleitustu vonum. Með þess-
um orðum mótum við sögu okkar hvort sem við lítum til baka yfir lífsferil
okkar eða horfum fram á veginn. Þessi orð ætla ég að kalla „endanlegan
orðaforða“ hverrar persónu.
orðaforðinn er endanlegur í þeim skilningi að séu gildi orðanna dreg-
in í efa getur notandinn ekki komið neinum vörnum við án hringraka.
Hann kemst ekki lengra með tungumálið en orðin leyfa; handan þeirra
er aðeins hjálparleysi eða ofbeldi. Lítill hluti endanlegs orðaforða eru orð
eins og „sannur“, „góður“, „rétt“ og „fallegt“. Stærri hluti þeirra eru fyllri,
ósveigjanlegri og þrengri hugtök á borð við „Kristur“, „England“, „fagleg-
ir mælikvarðar“, „sómatilfinning“, „gæska“, „byltingin“, „kirkjan“, „fram-
farasinnaður“, „strangur“, „skapandi“. Þessi þrengri hugtök vega þyngst.
Ég ætla að kalla þann „íronista“ sem uppfyllir eftirfarandi þrjú skilyrði:
(1) hann hefur djúpstæðar efasemdir um þann endanlega orðaforða sem
hann beitir vegna þess að hann hefur orðið fyrir áhrifum af annars konar
orðaforða – endanlegum orðaforða annars fólks eða orðum sem hann
hefur kynnst í bókum; (2) hann gerir sér grein fyrir því að rök sem sett eru
fram með núverandi orðaforða hans geta hvorki styrkt þessar efasemdir
né eytt þeim; (3) heimspekilegar hugleiðingar hans um stöðu sína gefa
honum ekki ástæðu til að ætla að orðaforði hans lýsi veruleikanum betur
en orðaforði annarra, að hann sé á valdi einhvers annars en hans sjálfs.
Íronistar sem hneigjast til heimspekilegra hugleiðinga skilja valið á milli
orðaforða ekki sem val á grundvelli hlutlauss eða algilds undirorðaforða
(e. metavocabulary) og þaðan af síður telja þeir sig geta rutt sér leið framhjá
sýnd að reynd. Valið byggist í þeirra augum aðeins á því að sjá hvað sá nýi
leyfir í samanburði við þann gamla.
Ég kalla fólk af þessu tagi „íronista“ vegna þess að það gerir sér grein
fyrir því að ný lýsing á hverju sem er getur verið eftir atvikum góð eða
slæm og að með því að afneita öllum mælikvörðum sem skorið geti úr
um rétt val milli tvennskonar endanlegs orðaforða er ástand þess það sem
RIcHARD RoRTY