Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 214
213
Sartre kallaði „undirstöðugt“ (e. meta-stable): Það getur aldrei tekið sjálft
sig fyllilega alvarlega vegna stöðugrar vitundar sinnar um að orðin sem það
notar til að lýsa sjálfu sér eru breytingum háð og vegna þess að það er sér
meðvitað um að endanlegur orðaforði þess er, hvernig sem á það er litið,
hverfull og viðkvæmur og sama gildir því um sjálf þess. Slíku fólki er nátt-
úrlegt að hugsa um tungumál og sjálfsvitund með svipuðum hætti og þeim
sem lýst er í fyrstu tveimur köflum þessarar bókar. Hinum frjálslyndu –
fólki sem telur „grimmd það versta í fari sínu“ (svo notað sé orðalag Judith
Shklar)1 – mun reynast auðvelt að fallast á þær hugmyndir um samfélag
sem koma fram í þriðja kafla bókarinnar.
Andstæða íroníu er heilbrigð skynsemi. Hún er einskonar kenniorð
þeirra sem ómeðvitað lýsa öllu sem máli skiptir með endanlegum orða-
forða sínum og þeirra sem næst þeim standa. Að beita heilbrigðri skynsemi
er að taka því sem gefnu að fullyrðingar sem settar eru fram með þessum
endanlega orðaforða dugi jafnan til að lýsa og dæma sannfæringu, gjörðir
og lífsmáta þeirra sem nota einhvern annan endanlegan orðaforða. Fólki
sem leggur metnað sinn í heilbrigða skynsemi finnst hugsun af því tagi
sem birtist í fyrsta hluta bókarinnar smekklaus.
Þegar heilbrigðri skynsemi er ögrað, svara áhangendur hennar fyrst með
því að lýsa almennt reglunum sem málleikur (e. language game) þeirra lýtur
og draga þær upp á yfirborðið (eins og margir grísku sófistanna gerðu og
Aristóteles sömuleiðis í ritum sínum um siðfræði). En þegar að því kemur
að engin tuggan, endurtekin með gamla orðaforðanum, dugar til að mæta
röklegri áskorun skapar þörfin fyrir svar vilja til að gera meira en tönnlast
á því sama. og þá getur samræðan orðið sókratísk. Spurningarinnar „hvað
er x?“ er nú spurt á þann hátt að henni verður ekki svarað með því einu
að lýsa dæmigerðum tilfellum x. Því má krefjast skilgreiningar, svars sem
varðar eðli hlutanna.
Það jafngildir að sjálfsögðu ekki því að gerast íronisti, í þeim skilningi
sem ég nota þetta orð, að setja fram þessa sókratísku kröfu. Með henni
gerist maður aðeins „frumspekingur“ en orðið nota ég í merkingu sem ég
hef tekið frá Heidegger. Hjá honum er frumspekingur sá sem skilur spurn-
inguna „hver er eiginleg náttúra (t.d. réttlætis, vísinda, þekkingar, veru,
trúar, siðferðis, heimspeki)?” bókstaflega. Hann gerir ráð fyrir því að orð
sem tilheyrir endanlegum orðaforða hans hljóti þar með að vísa til ein-
1 Hér vísar Rorty til bókar Judith Shklar Ordinary Vices (Harvard University Press,
1984), bls. 44 (þýð.).
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS