Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 216
215
Öfugt við þetta beinist leit að endanlegum orðaforða í augum íronista
alls ekki (og ekki einu sinni að hluta) að því að finna sannleikskjarna í þess-
um orðaforða. Þeir telja ekki að samtalstengd hugsun (e. discursive thought)
sé birtingarmynd þekkingar sem skýra megi með hugtökum á borð við
„raunveruleiki“, „raunverulegt eðli“, „hlutlægt sjónarmið“, og „samsvörun
tungumáls og raunveruleika.“ Þeir halda ekki að markmið slíkrar leitar sé
að finna orðaforða sem standi nákvæmlega fyrir eitthvað (e. represents), sé
gagnsær miðill. Fyrir íronistum þýðir „endanlegur orðaforði“ ekki „sá sem
útilokar allan vafa“ eða „sá sem nær lengst, er ákjósanlegastur, fullnægir
tilteknum skilyrðum best.“ Þeir sjá yfirvegun einfaldlega ekki í ljósi fastra
mælikvarða. Mælikvarðar eru í þeirra augum ekkert annað en klisjur sem
ákvarða samhengi skilyrða og móta þannig orðaforðann sem í notkun er
hverju sinni. Íronistar eru sammála Davidson um vanmátt okkar til að
stíga út úr tungumáli okkar í því skyni að bera það saman við eitthvað
annað, og þeir eru sammála Heidegger um að þetta tungumál sé bæði háð
sögu og aðstæðum.
og þessi munur veldur einnig annarri afstöðu til bóka. Frumspekingar
telja að bókasöfn skuli skipuleggja eftir greinum sem samsvara ólíkum við-
föngum þekkingar. Íronistar skilja skipulagið í ljósi hefða, þar sem hver
fulltrúi tileinkar sér að hluta orðaforða þeirra höfunda sem hann hefur
lesið en breytir honum lítillega um leið. Íronistar taka verk allra þeirra sem
njóta skáldskapargáfu, allra þeirra frumlegu hugsuða sem höfðu hæfileika
til endurlýsingar – Pýþagórasar, Platons, Miltons, newtons, Goethes,
Kants, Kierkegaards, Baudelaires, Darwins, Freuds – eins og þau væru
korn í sömu díalektísku mylluna. Því er öfugt farið með frumspekingana
sem sem vilja byrja á því að fá á hreint hverjir voru skáld, hverjir heimspek-
ingar og hverjir vísindamenn. Þeir telja það grundvallaratriði að greina-
skiptingin sé rétt – svo raða megi textunum inn í fyrirframgefin hnit í
hnitakerfi sem mun að minnsta kosti gera skýran greinarmun mögulegan á
milli þekkingaratriða og annarra atriða sem athygli okkar getur beinst að.
Íronistinn hins vegar vill helst forðast að raða bókunum sem hann les inn í
nokkurt hnitakerfi (þótt í íronískri uppgjöf átti hann sig samt á því að hann
getur vart komist hjá því að gera það).
Fyrir frumspekinginn er „heimspeki“ samkvæmt skilgreiningu kanón-
unnar frá Platoni til Kants tilraun til að öðlast þekkingu um ákveðna hluti
– afar almenna og mikilvæga hluti. Fyrir íronistann er „heimspeki“ þegar
hún er skilgreind á þennan hátt tilraun til að þróa og beita tilteknum end-
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS