Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 218
217
fulls hvað af honum leiði, sjá þeir heimspekilega rannsókn sem viðleitni
til að átta sig á tengslunum á milli hina ýmsu orðaleppa sem beita má til
að skilgreina hugtök þessa orðaforða í réttu samhengi sínu. Þeir halda því
að hugtökin megi skerpa eða skýra með því að koma orðaleppunum (eða,
eins og þeim þætti betra, sannindunum (e. intuitions)) fyrir í auðskiljanlegu
kerfi. Þetta hefur tvennskonar afleiðingar. Í fyrsta lagi hneigjast þeir til að
einblína á almennari hluta orðaforðans – orð eins og „sannur“, „góður“,
„persóna“ og „hlutur.“ Því almennara sem hugtakið er, þeim mun oftar
kemur það fyrir í orðaleppum. Í öðru lagi líta þeir svo á að hin dæmigerða
heimspekilega rannsókn birtist í röksemdafærslunni – það er, í því að átta
sig á röktengslum yrðinga (e. proposition) frekar en í því að bera saman og
tefla saman ólíkum orðaforða.
Frumspekingurinn hefur yfirleitt það lag að benda á mótsagnir milli
tvennskonar orðaleppa, tveggja yrðinga sem frá innsæissjónarmiði virðast
báðar geta staðist og setja svo fram aðgreiningu sem eyðir mótsögninni.
Frumspekingarnir halda svo áfram og staðsetja aðgreiningu sína í neti
tengdra aðgreininga – heimspekilegri kenningu – sem auðveldar notkun
hinnar upphaflegu aðgreiningar. Kenningasmíð af þessu tagi sjáum við líka
í aðferð dómara sem skera úr um erfið mál og aðferðum guðfræðinga við
túlkun á erfiðum textum. Frumspekingarnir sjá í iðju þeirra einmitt bestu
birtingarmynd skynseminnar. Fyrir þeim birtist samleitni heimspekikenn-
inga í röð uppgötvana á eðli fyrirbæra á borð við sannleika og persónulegs
sjálfs, sem stöðugt nálgast hlutina eins og þeir raunverulega eru, og færa
menninguna í heild sinni nær nákvæmri eftirmynd veruleikans.
Þegar kenningar af þessu tagi verða til, ein á eftir annarri svo úr verður
mynstur nýrra aðgreininga, innbyrðis tengdra, er það í augum íronistans
til marks um að smátt og smátt víki gamall orðaforði fyrir nýjum. Það
sem í hans augum eru „orðaleppar“ kallar frumspekingurinn „sannindi“.
Hann hneigist til að lýsa því svo, þegar einhver orðaleppurinn er látinn
róa (hér má ímynda sér fullyrðingar á borð við „fjöldi líffræðilegra tegunda
er endanlegur“ eða „manneskjur eru ólíkar dýrum vegna þess að þær deila
guðlegum veruleika“ eða „Svartir hafa engin réttindi sem hvítum ber að
virða“), þá höfum við ekki uppgötvað nýja staðreynd heldur gert breyt-
ingu. Þegar íronistinn virðir fyrir sér hvernig einn „mikill heimspeking-
ur“ kemur á fætur öðrum og sér hvernig hugsun hvers þeirra er nátengd
félagslegum aðstæðum þá er það í hans augum til marks um hvernig venjur
og tungutak Evrópumanna hefur breyst í tímans rás. Frumspekingnum
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS