Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 220
219
á bátinn, en byggði í stað hennar á nýsköpun. Hann gagnrýndi ekki fyr-
irrennara sína fyrir rangar fullyrðingar, heldur benti á að tungutak þeirra
væri úrelt. Með því að finna upp þessa tegund gagnrýni, losaði Hegel sig
undan oki hefðarinnar frá Platoni til Kants á sínum yngri árum og skapaði
nýja hefð íronískrar heimspeki sem lifði áfram hjá nietzsche, Heidegger
og Derrida. Þetta eru heimspekingarnir sem meta árangur sinn með tilliti
til forvera sinna frekar en tengsla við sannleikann.
„Bókmenntagagnrýni“ væri nútímalegra orð yfir það sem ég hef kall-
að „díalektík.“ Á tímum Hegels mátti enn hugsa sér að leikrit, ljóð og
skáldsögur hefðu það hlutverk að blása lífi í kunnar staðreyndir þannig
að bókmenntir þjónuðu skilningnum og fegurðin sannleikanum. Á sínum
efri árum leit Hegel á heimspeki sem „grein“ fremri listum, þar sem hún
varðaði þekkingu á annan hátt en listin. Hann hélt meira að segja að þessi
grein, sem komist hefði til þroska í mynd algildrar hughyggju hans sjálfs
gæti gert listina úrelta og myndi gera það. Það er hinsvegar íronískt og
nokkuð díalektískt að með því að leggja grunn að íronískri hefð innan
heimspekinnar, stuðlaði hann að því að vægi þekkingarfræði og frumspeki
minnkaði að sama skapi. Hann hjálpaði til við að breyta heimspekinni í
bókmenntagrein.2 Verkin sem Hegel skrifaði á yngri árum grófu undan
möguleikanum á þeirri sannleiksleitni sem hann setti fram kenningar um á
efri árum. Bestu skýringarnar á skrifum Hegels á efri árum eru verk rithöf-
unda á borð við Heine og Kierkegaard og annarra sem fjölluðu um Hegel
á sama hátt og við fjöllum nú um Freud, D.H. Lawrence eða orwell.
Við íronistar meðhöndlum þessa höfunda ekki sem nafnlausar sann-
leiksveitur heldur sem heiti á vissum endanlegum orðaforða og á því sem
notendur hans trúa og vilja. Hegel varð á efri árum heiti á slíkum orða-
forða, og Kierkegaard og nietzsche hafa orðið nöfn á öðrum. Sé okkur
sagt að æviferlar þessara manna hafi lítið eða ekkert að gera með bækurnar
eða tungutakið sem heillaði okkar af þeim þá leiðum við það hjá okkur. Í
okkar huga eru nöfn þeirra eins og nöfn á söguhetjum og efnum í bókum
þeirra. Við höfum ekki fyrir því að greina Swift frá saeva indignatio, Hegel
frá andanum, nietzsche frá Zarathustra, Marcel Proust frá sögumann-
inum Marcel eða Trilling frá Hugarheimi frjálslyndisins. Við látum einu
2 Frá þessu sjónarmiði voru bæði rökgreiningarheimspeki og fyrirbærafræði aftur-
hvarf til hugsunarháttar eins og hann var fyrir daga Hegels, nokkurn veginn Kant-
ísks hugsunarmáta – tilraunarinnar til að varðveita það sem ég kalla „frumspeki“
með því að flokka hana sem rannsókn á „skilyrðum möguleika“ miðils (vitundar,
tungumáls).
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS