Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 221
220
gilda hvort þessum rithöfundum lánaðist að haga lífi sínu í samræmi við
sjálfsmyndir sínar.3 Við viljum vita hvort við eigum að taka þessar ímyndir
upp – endurskapa sjálf okkur í heild eða að hluta í mynd þessara höfunda.
Við reynum að svara þeirri spurningu með því að gera tilraunir með orða-
forða sem þeir settu saman. Við lýsum sjálfum okkur upp á nýtt, aðstæðum
okkar, fortíð okkar með þessum hætti og berum niðurstöðurnar saman
við annarskonar endurlýsingar sem nota orðaforða annarra. Við íronistar
vonum að með þessari sífelldu endurlýsingu getum við gert það besta úr
okkar eigin sjálfum.
Samanburðurinn, að tefla höfundum hverjum gegn öðrum, er einmitt
sú meginstarfsemi sem vísað er til með hugtakinu „bókmenntagagnrýni.“4
Áhrifamiklir gagnrýnendur, gagnrýnendur af því tagi sem geta komið með
hugmyndir um ný úrvalsrit – fólk eins og Arnold, Pater, Leavis, Eliot,
Edmund Wilson, Lionel Trilling, Frank Kermode, Harold Bloom – stunda
það ekki að skýra hvaða þýðingu bækur hafi í raun, né leggja þeir mat á
„bókmenntalegt gildi“ þeirra. Þeir eyða tíma sínum öllu heldur í að stað-
setja bækur í samhengi annarra bóka, höfunda í samhengi annarra höfunda.
Þessi staðsetning fer fram á sama hátt og við staðsetjum nýjan vin eða óvin
í samhengi gamalla vina og óvina. Á meðan við gerum það, endurskoðum
við afstöðu okkar bæði til hins gamla og hins nýja. Um leið endurskoðum
við siðferðilegt sjálf okkar með því að endurskoða eigin endanlegan orða-
forða. Bókmenntagagnrýni hefur það hlutverk hjá íronistum sem leit að
algildum siðalögmálum hefur hjá frumspekingunum.
Fyrir okkur íronistana getur ekkert verið gagnrýni á endanlegan orða-
forða annað en annar slíkur orðaforði; ekkert svar er til við endurlýsingu
annað en endur-endurlýsing. Þar sem enginn æðri mælikvarði er til á val
á milli tvennskonar orðaforða, nema annar orðaforði, birtist gagnrýni í að
líta á eina mynd og svo á aðra, ekki í því að bera myndirnar báðar saman
við frummyndina. Ekkert þjónar gagnrýni á manneskju annað en önnur
3 Sjá Alexander nehamas, Nietzsche: Life as Literature, bls. 234, þar sem hann segist
ekki fást við „litla vesalinginn sem skrifaði [bækur nietzsches].“ Hann fæst öllu
heldur (bls. 8) við viðleitni nietzsches til að „gera listaverk úr sjálfum sér, bók-
menntakarakter sem er líka heimspekingur [sem er einnig] viðleitni hans „til að
setja fram viðhorf án þess að láta dragast inn í kredduhefð.“ Samkvæmt því sjón-
armiði sem ég er að lýsa hér kann nietzsche að hafa verið fyrsti heimspekingurinn
til að gera meðvitað það sem Hegel hafði gert án þess að gera sér grein fyrir því.
4 Hér notar Rorty hugtakið literary criticism í þeirri merkingu sem það hefur í menn-
ingarsögu Bandaríkjanna á tuttugustu öld. Þessi merking er ekki að öllu leyti sú
sama og lögð er í hugtakið bókmenntagagnrýni, sem þó kemst næst henni (þýð.).
RIcHARD RoRTY