Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 222
221
manneskja, eða á menningu annað en önnur menning – því fyrir okkur er
hvorttveggja, manneskja og menning, holdgerður orðaforði. Þess vegna
er einungis hægt að mæta efasemdum okkar um eigin manngerðir eða um
okkar eigin menningu með því að stækka kunningjahópinn. Auðveldasta
leiðin til að gera þetta er að lesa bækur og þess vegna eyða íronistar meiri
tíma í að staðsetja bækur en að staðsetja raunverulegar lifandi manneskjur.
Íronistar óttast að festast í orðaforðanum sem þeir ólust upp við ef þeir
þekkja bara fólkið í sínu eigin hverfi. Þeir vilja því gjarnan kynnast skrítnu
fólki (Alkibiades, Julien Sorel), skrítnum fjölskyldum (Karamazov fjöl-
skyldunni, casubon fjölskyldunni) og skrítnum samfélögum (þýsku ridd-
arareglunni, nuer fólkinu, Sung-mandarínum).
Íronistar nota bókmenntagagnrýnendur sem siðferðilega ráðgjafa ein-
faldlega vegna þess að slíkir gagnrýnendur hafa vit á mörgu. Þeir gefa ekki
siðferðileg ráð vegna þess að þeir hafi sérstakan aðgang að sannleikanum
í siðferðisefnum, heldur vegna þess að þeir hafa verið víða. Þeir hafa lesið
fleiri bækur og geta því betur forðast að sitja fastir í orðaforða einstakrar
bókar. Íronistar vona einkum og sér í lagi að gagnrýnendurnir hjálpi
þeim við þann díalektíska gjörning sem Hegel framdi svo vel. Það er, þeir
vona að gagnrýnendurnir hjálpi þeim að hrífast áfram af bókum sem við
fyrstu sýn eru í mótsögn hver við aðra með því að stuðla að einhverskonar
samruna. Við viljum geta verið aðdáendur bæði Blakes og Arnolds, bæði
nietzsches og Mills, bæði Marx og Baudelaires, bæði Trotskís og Eliots,
bæði nabokovs og orwells. Við vonum því að einhver gagnrýnandi muni
sýna hvernig hægt er að stilla bókum þessara manna þannig saman að
úr verði falleg mósaíkmynd. Við vonum að gagnrýnendur geti endurlýst
þessum mönnum þannig að kanónan stækki og að við fáum eins auðugt
og fjölbreytilegt safn klassískra texta og mögulegt er. Þetta verkefni, að
stækka kanónuna, er það sem íronistinn fæst við í stað tilraunar siðfræð-
ingsins til að koma á jafnvægi á milli almennt viðurkenndra siðalögmála og
einstakra tilfella.5
5 Ég fæ hér að láni hugmynd Rawls um „yfirvegunarjafnvægi“ (e. reflective equilibrium)
Segja mætti að bókmenntagagnrýni leitist við að skapa slíkt jafnvægi á milli eigin-
nafna rithöfunda frekar en milli yrðinga. Ein einfaldasta leiðin til að tjá muninn á
„rökgreiningar-“ og „Meginlands“-heimspeki er að segja að hin fyrrnefnda fáist
við yrðingar en hin síðarnefnda við eiginnöfn. Þegar Meginlandsheimspeki tók að
koma við sögu í engilsaxneskum bókmenntadeildum í gervi „bókmenntateoríu“ var
ekki um að ræða uppgötvun nýrrar aðferðar eða nálgunar heldur var einfaldlega
verið að bæta við fleiri nöfnum (nöfnum heimspekinga) til að auka umfang þeirra
sem gætu verið í innbyrðis jafnvægi.
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS