Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 223
222
Það er kunn staðreynd að hugtakið „bókmenntagagnrýni“ hefur á okkar
öld fengið stöðugt víðari merkingu. Upphaflega var átt við samanburð og
mat á leikritum, ljóðum og skáldsögum – og stöku sinnum voru sjónlistir
hafðar með. En svo var farið að hafa það yfir eldri gagnrýni líka (til dæmis
prósaskrif Drydens, Shelleys, Arnolds og Eliots til viðbótar við skáldskap
þeirra) og fljótlega eftir það var það einnig notað um rit sem höfðu veitt
fyrri gagnrýnendum orðaforða gagnrýni sinnar, og héldu áfram að leika slíkt
hlutverk fyrir samtímagagnrýnendur. Þar með var búið að víkka hugtakið
nóg til þess að það mætti nota um guðfræðileg, heimspekileg og félags-
fræðileg efni auk þess sem það átti við um pólitísk umbótaskrif og yfirlýs-
ingar byltingarmanna. Í stuttu máli mátti fella hvaða bók sem er undir það
sem kynni að vera nýtilegt til að auðga endanlegan orðaforða manns.
Þegar svið bókmenntagagnrýni er orðið svona vítt, er að sjálfsögðu
ekki mikið vit í því lengur að tala um hana sem bókmennta-gagnrýni. En af
sögulegum ástæðum og tilviljunarkenndum, tengdum því hvernig mennta-
menn gátu fengið störf í háskólum með því að þykjast starfa á akademísk-
um sérsviðum, hefur þetta heiti verið notað áfram. Í stað þess að breyta
hugtakinu „bókmenntagagnrýni“ í eitthvað á borð við „menningargagn-
rýni“ hefur hugtakið „bókmenntir“ þess í stað verið notað yfir hvaðeina
það sem bókmenntagagnrýnendur gagnrýna. Bókmenntagagnrýnandi í
hinu „trotskíiska-eliotiska“ menningarástandi new York borgar á fjórða
og fimmta áratugnum, sem T. J. clarke kallaði svo, átti að gjörþekkja
ritin Byltingin svikin og Draumaráðningar, einnig Eyðilandið, Von manns og
Bandarískur harmleikur.6 Í okkar orwellsk-Bloomiska menningarástandi á
hann að hafa lesið Gúlageyjaklasann, Rannsóknir í heimspeki, Orð og hluti auk
Lolitu og Óbærilegs léttleika tilverunnar.7 orðið „bókmenntir“ nær nú yfir
næstum hvaða bók sem gæti skipt máli siðferðilega – sem gæti hugsanlega
breytt því sem maður telur mögulegt og þykir mikilvægt. notkun þessa
hugtaks hefur ekkert að gera með „bókmenntaleg gæði“ verks. Í stað þess
að leita eftir og draga fram slík einkenni á gagnrýnandinn að stuðla að sið-
ferðilegri yfirvegun með því að benda á hvernig skipta megi um fyrirmynd-
ir og ráðgjafa í siðferðisefnum og með því að gera tillögur um leiðir til að
draga úr spennu gagnvart þeim – eða, þar sem það á við, skerpa á henni.
6 Lev Trotskí, The Revolution Betrayed; Sigmund Freud, Traumdeutung; T.S. Eliot,
The Wasteland; André Malraux, L’espoir; Theodore Dreiser, An American Tragedy.
7 Alexander Solzhenitsyn, Arkhipelag Gulag; Ludwig Wittgenstein, Philosophical Inve-
stigations; Michel Foucault, Les Mots et les Choses, Vladimir nabokov, Lolita; Milan
Kundera, Nesnesitelná lehkost bytí.
RIcHARD RoRTY