Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Side 227
226
njóti stofnanir borgaralegs samfélags ekki verndar, muni fólk ekki hafa
sömu tækifæri til að finna sína sáluhjálp, skapa eigin sjálfsmyndir, leggja
upp á nýtt vefi og net skoðana og langana eftir því sem það kemst í kynni
við nýtt fólk og les nýjar bækur. Í kjörsamfélagi af þessu tagi snýst umræða
um samfélagsleg málefni um (1) hvernig þarfir fyrir frið, efni og frelsi skuli
stilla af, þegar aðstæður krefjast þess að einum þessara gæða sé fórnað fyrir
einhver hinna og (2) hvernig skuli jafna tækifæri til sjálfssköpunar og láta
fólk svo um það sjálft hvort það nýtir tækifærin eða ekki.
Tvenn andmæli má hugsa sér við því að frjálslynd samfélög þurfi ekki
annað félagslegt bindiefni en þetta. Í fyrsta lagi að það sé einfaldlega ekki
nógu sterkt – að opinber mælskulist lýðræðisríkja, sem er (fyrst og fremst)
frumspekileg, sé ómissandi eigi frjálsar stofnanir að geta þrifist. Í öðru
lagi að það sé af sálrænum ástæðum útilokað að vera frjálslyndur íronisti –
manneskja sem „telur grimmd það versta sem við gerumst sek um“ án þess
að búa yfir nokkurri frumspekilegri sannfæringu um allt það sem mann-
legar verur eiga sameiginlegt.
Fyrri andmælin spá fyrir um það sem myndi gerast ef íronismi kæmi í
stað frumspeki í opinberri mælskulist. Seinni andmælin fela í sér efasemdir
um að greinarmunurinn á einkavettvangi og opinberum sem ég hef mælt
með geti ekki gengið upp: Að enginn geti skipt sjálfum sér í tvennt, verið
skapandi sjálfs sín í einkalífi en frjálslyndur um opinber málefni, að sama
manneskjan geti ekki verið, á ólíkum stundum, nietzsche og Mill.
Ég ætla að vera snöggur að vísa fyrri andmælunum á bug, til að ég nái
að taka á þeim seinni. Þau fyrri eru í raun sú forspá að verði íronísk viðhorf
almenn og ríkjandi, ef viðhorf um siðferði, skynsemi og mannlegar verur
andstæð frumspeki og eðlishyggju næðu yfirhöndinni, myndu frjálslynd
samfélög veikjast og jafnvel leysast upp. Það kann að vera að eitthvað sé til
í þessum spádómi en þó höfum við að minnsta kosti eina frábæra ástæðu
til þess að ætla að hann sé rangur. Þetta er hliðstæðan við minnkað vægi
trúarsannfæringar. Minna vægi trúarinnar, sem kemur ekki síst til af því að
fólk hefur hætt að geta tekið hugmyndina um laun á himnum alvarlega,
hefur alls ekki dregið kraftinn úr frjálslyndum samfélögum heldur þvert
á móti styrkt þau. Fjölmargir spáðu hinu gagnstæða á átjándu og nítjándu
öld og héldu því fram að vonin um himnaríki væri nauðsynleg til að skaffa
siðferðistaug og samfélagslím – að það hefði lítið upp á sig, til dæmis, að
láta guðleysingja sverja að segja sannleikann í réttarsal. En í ljós kom að
viljinn til að taka á sig þjáningar vegna framtíðarlauna gat átt félagslegan
RIcHARD RoRTY