Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 228
227
hvata ekki síður en einstaklingsbundinn. Vonir manns um paradísarvist
viku fyrir voninni um betra líf afkomenda manns.10
Ástæðan fyrir því að þessi umskipti hafa styrkt frjálslynda hugsun er
sú að trúin á ódauðleika sálarinnar sætir stöðugum ágangi vegna upp-
götvana vísinda og tilrauna heimspekinga til að halda í við raunvísindi.
Þróun vísinda grefur hins vegar alls ekki undan þeirri félagslegu von sem
einkennir frjálslynd nútímasamfélög. Þetta er vonin um að með tímanum
muni frjálsræði, frítími, góð efni og fjölbreytileg reynsla einkenna lífið
frekar en grimmd og það gildi ekki aðeins fyrir afkomendur okkar heldur
afkomendur allra. Ef einhverjum, sem elur með sér slíkar vonir, er sagt
að heimspekingar verði stöðugt íronískari gagnvart eðli hluta, hlutlægum
sannleika og ósögulegri mannlegri náttúru, er ólíklegt að mikill áhugi sé
vakinn, hvað þá að með því séu unnin spellvirki. Sú hugmynd að samfélög-
um sé haldið saman á grunni heimspekilegra viðhorfa er í mínum augum
fáránleg. Það sem heldur samfélögum nútímans saman er sameiginlegur
orðaforði og sameiginlegar vonir. orðaforðinn lifir í rauninni sníkjulífi á
voninni í þeim skilningi að frumhlutverk orðaforða er að rúma sögur um
framtíðarávinning sem réttlætt geti fórnarkostnað samtímans.
Samfélög nútímans, veraldleg og vel menntuð, eiga allt undir því að
til séu tiltölulega skýrir pólitískir valkostir sem eru í senn trúverðugir og
vekja bjartsýni, ekki að völ sé á endurlausn handan grafar og dauða. Til að
halda í félagslega von þurfa þeir sem slíku samfélagi tilheyra að geta sagt
sjálfum sér sögu af því hvernig öllu getur farið fram án þess að óyfirstíg-
anlegar hindranir komi í veg fyrir að slík saga geti ræst í fyllingu tímans.
Hafi á síðustu áratugum orðið erfiðara að viðhalda félagslegri von þá stafar
það ekki af landráðum opinberra starfsmanna heldur af því að síðan seinni
heimsstyrjöldinni lauk hefur reynst erfiðara að búa til sögur af þessu tagi.
Sovéska heimsveldið, kaldlynt og ósigrandi sem það virtist vera, óforbetr-
anleg skammsýni og landlæg græðgi í lýðræðissamfélögunum sem héldu
velli og hungur tengt mannfjöldasprengingu á suðurhveli jarðar hafa vald-
ið því að okkur finnst vandamálin sem foreldrar okkar stóðu frammi fyrir
á fjórða áratugnum – fasismi og atvinnuleysi – næstum viðráðanleg. Þeim
sem nú reyna að uppfæra og endurskrifa sviðsmynd jafnaðarstefnunnar
sem afar þeirra og ömmur settu fram í upphafi aldarinnar verður lítið
ágengt. Vandamálin sem frumspekilega sinnaðir samfélagshugsuðir telja
10 Hans Blumenberg gerir þetta að lykilatriði um þróun nútímahugsunarháttar og
nútímasamfélags og hefur mikið til síns máls.
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS