Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 230
229
hátt finnst fæstum þörf á því nú að svara spurningunni „Ertu frelsaður“12
Manneskja sem hugsaði svo þyrfti ekki réttlætingu á tilfinningu sinni fyrir
mannlegri samstöðu, því hún væri ekki alin upp við þann leik tungumáls-
ins sem rúmar að krafist sé réttlætingar á slíkri sannfæringu. Hún býr við
siðmenningu þar sem brugðist er við efasemdum um opinbera mælskulist
menningarinnar ekki með sókratískum kröfum um skilgreiningar og meg-
inreglur heldur með Deweyískri beiðni um skýra valkosti og áætlanir. Slík
siðmenning gæti, eftir því sem ég fæ best séð verið fyllilega jafn sjálfs-
gagnrýnin og holl mannlegum jöfnuði og okkar kunnuglega og enn sem
komið er frumspekilega frjálslynda menning – og jafnvel ennþá fremur
sjálfsgagnrýnin en hún er.
En jafnvel þótt ég hafi rétt fyrir mér um að frjálslynd menning sem
býr við opinbera mælskulist byggða á nafnhyggju og söguhyggju sé bæði
möguleg og eftirsóknarverð, get ég ekki haldið áfram og fullyrt að til gæti
verið siðmenning sem býr við íroníska opinbera mælskulist eða að hún ætti
að vera til. Ég get ekki ímyndað mér siðmenningu sem hagaði félagsmótun
ungviðis síns svo að fylla það stöðugt efasemdum um eigið félagsumhverfi.
Íronían virðist vera algjört einkamál. Samkvæmt skilgreiningu minni getur
íronistinn ekki myndað nein tengsl við fólk án greinarmunarins á milli
þess endanlega orðaforða sem hann hlaut í arf og orðaforðans sem hann er
að reyna að skapa fyrir sjálfan sig. Íronía er ekki birtingarmynd andúðar,
þótt hún birtist fyrst og fremst í viðbrögðum. Íronistar verða að hafa eitt-
hvað sem þeir geta efast um, eitthvað sem þeir firra sig.
En þar með kem ég að seinni andmælunum sem ég nefndi hér að fram-
an, það er að hugmyndinni um að íronistinn hafi eitthvað til að bera sem
kemur í veg fyrir að hann geti á sama tíma verið frjálslyndur og jafnframt
að einföld aðgreining á milli einkamála og opinberra málefna dugi ekki til
að losa um spennuna þarna á milli.
Það má halda því fram að hugmyndin um að félagslegt skipulag miði að
jöfnuði manna stangist, að minnsta kosti á yfirborðinu, á við hugmyndina
um að manneskjan sé ekki annað en holdgerður orðaforði og spennan milli
þessara tveggja viðhorfa virðist styrkja þá skoðun að frjálslyndi og íronía
fari ekki saman. Hugmyndin um að við séum öll skyldug til að leggja okkar
af mörkum til að draga úr grimmd, að stuðla að því að þjáning falli sem
jafnast á mannfólkið, virðist byggð á þeirri forsendu að það sé eitthvað við
12 nietzsche sagði með fyrirlitningu, „Lýðræði er veraldleg kristni“ (Vilji til valds, gr.
215). Að fyrirlitningunni slepptri hafði hann alveg rétt fyrir sér.
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS