Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 231
230
manneskjur sem krefst þess að þeim sé sýnd virðing alveg óháð tungumál-
inu sem þær tala. Virðing gefur til kynna að ákveðinn hæfileiki, ótengdur
tungumálinu, hæfileikinn til að finna til sársauka, sé það sem máli skiptir,
og að mismunur í orðaforða skipti miklu minna máli.
Frumspeki – þegar við skiljum hana sem leit að kenningum um eðli
hluta – snýst um að fá vit í þá hugmynd að kjarni mannlegrar tilveru sé
annað og meira en vefur sannfæringa og langana. Ástæðan fyrir því að
margir telja slíka skoðun ómissandi fyrir frjálslynd viðhorf er sú að ef allt
mætti segja sem máli skiptir um karla og konur í ljósi afstöðu sem tjáð er
með setningum – í ljósi þess hvort tilteknar hneigðir, til að móta setning-
ar með notkun sögulega skilyrts orðaforða, væru eða væru ekki til staðar
– gæti svo virst sem ekki aðeins mannlegt eðli, heldur einnig mannleg
samstaða væri furðuleg og í hæsta máta vafasöm hugmynd. Því samstaða
með öllum mögulegum orðaforðum virðist óhugsandi. Frumspekingar
segja okkur að án einhvers sameiginlegs frumorðaforða höfum við enga
„ástæðu“ til að forðast grimmd gagnvart þeim sem hafa öðruvísi endanlega
orðaforða en við. Algild siðfræði virðist ekki geta samrýmst íronisma, ein-
faldlega vegna þess að slíka siðfræði er erfitt að ímynda sér án einhverrar
kenningar um eðli mannsins. Ákall um raunverulegt eðli felur í sér and-
stæðu íronismans.
Þannig er sú staðreynd að meginkrafa íronistans um meiri víðsýni og
meira rými til sjálfssköpunar vegur salt á móti þeirri staðreynd að þessi
krafa virðist ekki vera annað en krafa um íronískt undirtungumál sem
maðurinn á götunni botnar ekkert í. Það er auðvelt að ímynda sér íron-
ista sem langar mjög að fá meira frelsi, opnara rými fyrir Baudelairana
og nabokovana án þess að hugsa sérstaklega út í það sem orwell hafði
áhuga á, svo sem að koma fersku lofti ofan í námurnar, eða að tryggja að
Flokkurinn láti öreigana í friði. Sú hugmynd að tengslin á milli íronisma
og frjálslyndis, séu mjög losaraleg, en aftur sterk á milli frjálslyndis og
frumspeki leiðir til þess að fólk vantreystir íronisma í heimspeki og fag-
urhyggju í bókmenntum og telur þetta hvorttveggja „forréttindaviðhorf“.
Það er vegna þessa sem rithöfundar eins og nabokov, sem segjast hata
„faglegt drasl“ og stefna að „alsælu skynjunar“ virðast siðferðilega vafasam-
ir og jafnvel pólitískt hættulegir líka. oft sjáum við íroníska heimspekinga
eins og nietzsche og Heidegger á sama hátt, jafnvel þó að við gleymum
því hvernig nasistar gerðu sér mat úr þeim. Á hinn bóginn, jafnvel þegar
við hugleiðum hvernig bófagengi sem kölluðu sig „marxísk stjórnvöld“
RIcHARD RoRTY