Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 232
231
notfærðu sér marxisma, hvernig Rannsóknarrétturinn færði sér kristni í
nyt og hvernig Gradgrind notfærði sér nytjahyggju, sýnum við marxisma,
kristni og nytjastefnu alltaf vissa virðingu. Því hvert þessara hugmynda-
kerfa hefur þjónað frelsi mannsins um skeið. Það liggur ekki í augum uppi
að íronismi hafi nokkurn tímann gert það.13
Íronistinn er hinn dæmigerði menntamaður nútímans, og einu sam-
félögin sem veita honum frelsi til að gera grein fyrir firringu sinni eru hin
frjálslyndu samfélög. Þess vegna er freistandi að álykta að íronistar séu
náttúrlega andsnúnir frjálslyndi. Fjöldi fólks, frá Julien Brenda til c.P.
Snow hafa talið tengslin á milli íronisma og andúðar á frjálslyndi augljós.
nú til dags taka margir því sem gefnu að smekkur fyrir „afbyggingu“ –
vinsælt hugtak meðal íronista um þessar mundir – sé öruggt merki um
siðferðilegt ábyrgðarleysi. Þá gerir fólk ráð fyrir því að siðferðilega traustir
séu þeir menntamenn sem eru ekki of uppteknir af sjálfum sér, blátt áfram
í framkomu og stíl og skrifa þannig að allir skilji – en það er alveg öfugt við
hvernig sjálfsskapandi íronista langar til að skrifa.
Þótt sumar þessara ályktana kunni að vera rangar, og sumt af því sem
tekið er sem gefnu byggt á sandi, er samt eitthvað til í þeim grunsemdum
sem íronisminn vekur. Íronismi, eins og ég hef skilgreint hann, kemur
til af vitund um vald endurlýsingarinnar. En flestir hafa engan áhuga á
að láta lýsa sér upp á nýtt. Fólk vill láta taka sér á eigin forsendum – vera
tekið alvarlega eins og það er og eins og það talar. Íronistinn segir því að
hann og hans líkar geti gert það sem þeim sýnist við tungumálið sem það
talar. og þetta er að sumu leyti ansi grimmdarlegt. Því besta leiðin til að
auðmýkja fólk og valda því langvarandi þjáningu er að koma því svo fyrir
að það sem því er mikilvægast virðist fánýtt, úrelt og vanmáttugt.14 Við
getum hugleitt það sem gerist þegar uppáhaldsleikföngum barnsins – hlut-
unum sem virkja hugmyndaflugið og gera að verkum að þetta barn er á
einhvern hátt sérstakt og öðruvísi en öll önnur börn – er endurlýst sem
„drasli“ og fleygt. Eða það sem gerist þegar leikföng eins barns eru gerð
bjánaleg í samanburði við leikföng annars, ríkara barns. Það er eitthvað
þessu líkt sem gerist þegar frumstæð menning bíður lægri hlut gagnvart
þróaðri menningu. og sama getur gerst þegar ómenntað fólk er samvist-
um við menntafólk. og allt eru þetta mildar útgáfur þess veruleika sem
13 Thomas Gradgrind er persóna í skáldsögu charles Dickens, Hard Times (þýð.).
14 Sjá umfjöllun Judithar Shklar um auðmýkingu, bls. 37 í Ordinary Vices. Sjá einnig
um hvernig auðmýkingu er beitt við pyntingar hjá Ellen Scarry í fyrsta kafla bókar
hennar The Body in Pain (oxford: oxford University Press, 1985).
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS