Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 234
233
Frumspekingurinn telur, í stuttu máli, að tengsl séu á milli endurlýs-
ingar og valds, og að rétt endurlýsing geti gert okkur frjáls. Íronistinn veit-
ir engar viðlíka tryggingar. Hann verður að segja möguleika okkar á frelsi
velta á sögulegum tilviljunum sem bara stundum er stýrt af endurlýsingum
á okkur sjálfum. Hann veit ekki um nein öfl af sömu stærðargráðu og þau
sem frumspekingurinn segist þekkja. Ef hann heldur því fram að endurlýs-
ing hans sé betri getur hann ekki gefið orðinu „betri“ sama traustvekjandi
hljóm og frumspekingurinn gerir þegar hann skýrir sína lýsingu með því
að segja hana „samsvara veruleikanum betur.“
niðurstaða mín er því sú að íronistinn er ekki sakaður um tilraun til að
auðmýkja, heldur fyrir að vera ófær um að stuðla að valdeflingu. Íronistinn
getur auðvitað verið frjálslyndur en hann getur ekki verið „framfarasinn-
aður“ og „dýnamískur“ í sínu frjálslyndi á sama hátt og frumspekingar
segjast stundum vera það: Hann getur ekki veitt sömu félagslegu von og
frumspekingurinn. Hann getur ekki haldið því fram að með því að tileinka
sér endurlýsingu hans sé maður betur í stakk búinn til að sigrast á þeim
öflum sem stefnt er gegn manni. Samkvæmt íronistanum er getan til þess
háð vopnum manns og heppni, en ekki því að maður hafi sannleikann sín
megin, eða hafi áttað sig á því hvert „sagan stefnir.“
Þannig er tvennskonar munur á frjálsyndum íronista og frjálslyndum
frumspekingi. Sá fyrri varðar skilning þeirra á því hvað endurlýsing geti
gert fyrir frjálslyndi; sá síðari skilning þeirra á almennri von og einkaír-
oníu. Fyrri munurinn er sá að íronistinn telur að einu endurlýsingarnar
sem þjóna markmiðum frjálslyndrar hugsunar séu þær sem geta veitt svör
við spurningunni „Hvað er auðmýkjandi?“ Frumspekingurinn hins vegar
vill líka fá svar við spurningunni „Hvers vegna skyldi ég reyna að komast
hjá því að auðmýkja?“ Frjálslyndi frumspekingurinn vill að löngun okkar til
að sýna góðmennsku sé studd rökum, rökum sem fela í sér þá endurlýsingu
sjálfsins sem eykur sýnileika sameiginlegs mannlegs eðlis, og það verður
að fela í sér eitthvað meira en getuna til að láta auðmýkja okkur, sem við
öll deilum. Frjálslyndi íronistinn vill bara að möguleikar góðmennskunnar,
að geta forðast að auðmýkja aðra, aukist með endurlýsingu. Hann held-
ur að viðurkenningin á því að öll erum við næm fyrir auðmýkingu skapi
einu félagslegu tengslin sem við þurfum á að halda. Frumspekingurinn
hins vegar lítur svo á að það einkenni annars fólks sem hefur siðferðilegt
vægi séu tengsl þess við afl sem er utan og ofan við það – skynsemi, Guð,
sannleikur eða saga, til dæmis – fyrir íronistanum einkennir það persónur
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS