Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 236
235
En þessi aðgreining á milli kjarna endanlegs orðaforða, þess hluta hans
sem er sameiginlegur og skyldubundinn annars vegar og þess hluta hans
sem er ekki kjarnaatriði heldur einstaklingsbundinn, aukaatriði sem veltur
á smekk hvers og eins, er einmitt sú aðgreining sem íronistinn vill ekki
gera. Hann telur að það sem sameini hann öðrum einstaklingum tegund-
arinnar sé ekki sameiginlegt tungumál heldur einungis næmi fyrir sárs-
auka einkum og sér í lagi þeirri gerð sársauka sem skynlausar skepnur og
menn eiga ekki sameiginlegan – auðmýkingu. Í hans skilningi er samstaða
manna ekki spurning um sama sannleika eða sameiginlegt markmið heldur
að eiga saman sömu sjálfhverfu vonina um að veröld þeirra – sem birtist í
öllum þessum litlu hlutum sem ofnir hafa verið inn í endanlegan orðaforða
manns – verði ekki tortímt. Það breytir engu um opinber málefni þótt
hver hafi sinn endanlega orðaforða, á meðan skörunin er nóg til þess að
allir búi yfir orðum sem nota má til að tjá löngun til að vera hluti af fant-
asíum annarra ekki síður en rækta sínar eigin. En orð af þessu tagi – orð
eins og „gæska“ eða „siðprýði“ eða „reisn“ – mynda ekki orðaforða sem
allir menn geta öðlast eða skilið með því að yfirvega eðli sitt. Slík yfirveg-
un getur ekki leitt neitt af sér annað en aukna vitund um hvernig hægt sé
að þjást. Af henni er ekki hægt að leiða ástæðu til að láta sig þjáningu varða.
Það sem skiptir frjálslynda íronistann máli er ekki að finna slíka ástæðu
heldur að vera viss um að hann taki eftir þjáningunni þar sem hana er að
finna. Von hans er sú að endanlegur orðaforði hans takmarki ekki skilning
hans á aðstæðum þar sem framkoma hans kann að vera auðmýkjandi fyrir
þann sem hefur allt öðruvísi endanlegan orðaforða.
Frá sjónarmiði frjálslynda íronistans skiptir mestu að vera góður í að
beita ímyndunaraflinu til að átta sig á markmiðunum sem frjálslyndi frum-
spekingurinn telur að þarfnist siðferðilegs hvata – skynsemi, ástar á Guði,
eða ástar á sannleikanum. Íronistinn telur ekki að getan sem hann býr yfir
til að sjá fyrir sér, og löngun hans til að koma í veg fyrir, auðmýkingu ann-
arra, raunverulega eða mögulega – hvað sem líður muninum á kyni, ætt-
flokki, kynþætti eða endanlegum orðaforða – sé raunverulegri eða miðlæg-
ari eða í „eðli sínu mannlegri“ en eitthvert annað einkenni hans. Í rauninni
lítur hann svo á að slík geta eða löngun sé tiltölulega nýlegt fyrirbæri í
sjónarmiðið“ er „algilt“ en tjáir ekki bara „siðferðilegt innsæi meðalkarlmannsins
í miðstétt vestræns samfélags“ (Peter Drews, ritstj. Autonomy and Solidarity: Int-
erviews with Jürgen Habermas [London: Verso, 1986]). Íronistinn telur engu máli
skipta um spurninguna hvort allir deila slíku innsæi að það var óþekkt fyrir tíma
vestrænna nútímasamfélaga.
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS