Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 237
236
sögu mannkynsins, rétt eins og getan til að vinna með diffurjöfnur, og
enn sem komið er nokkuð staðbundin. Það má fyrst og fremst tengja hana
við Evrópu og Ameríku síðustu þrjúhundruð árin. Hún tengist engu valdi
sem er æðra en það sem birtist í tilteknum sögulegum aðstæðum, eins og
til dæmis í valdinu sem rík lýðræðisríki Evrópu og Ameríku geta beitt til
að breiða siði sína og venjur út í öðrum heimshlutum, en þetta vald hefur
eflst vegna sögulegra tilviljana í fortíðinni og úr því dregið vegna ýmissa
sögulegra tilviljana síðari tíma.
Frjálslyndi frumspekingurinn telur hinn frjálslynda vita að ákveðn-
ar yrðingar eru sannar, en frjálslyndi íronistinn telur gott frjálslynt fólk
hafa ákveðna kunnáttu. Frumspekingurinn sér hámenningu frjálslynd-
isins í fræðikenningunum en íronistinn sér hana í bókmenntum (í eldri og
þrengri merkingu þess hugtaks – leikritum, ljóðum og, sérstaklega, skáld-
sögum). Frumspekingurinn telur verkefni menntamannsins vera að varð-
veita og verja frjálslynd viðhorf með sönnum yrðingum um mikilsverð efni
en íronistinn telur verkefnið vera að auka hæfni okkar til að bera kennsl á
og lýsa allskonar smáatriðum sem einstaklingar og samfélög miða líf sitt
og fantasíur við. Frá sjónarmiði íronistans eru orðin sem frumspekin tekur
bókstaflega, sérstaklega opinber mælskulist frjálslyndra lýðræðisríkja, bara
eins og hver annar texti, bara eitt smámunasafnið enn. Hann skilur hvað í
því felst að láta líf sitt snúast um þessi orð á sama hátt og hvað fælist í að
láta það snúast um ást á Kristi eða á Stóra Bróður. Frjálslyndi hans byggist
ekki á einlægri trú á þessi tilteknu orð heldur á getuna til að átta sig á því
hvernig ólík orðasöfn vinna saman.
Þessar aðgreiningar auðvelda skilning á því hvers vegna íronísk heim-
speki hefur ekki breytt miklu, og mun ekki gera það, fyrir frelsi og jafnrétti.
En þær skýra líka hvers vegna „bókmenntir“ (í eldri og þrengri merkingu)
og sömuleiðis þjóðfræði og blaðamennska breyta heilmiklu. Eins og ég
sagði hér fyrr, sársauki varðar ekki tungumálið: Hann er það sem tengir
okkur mannfólkið við mállausar skepnur. Fórnarlömb grimmdar, fólk sem
þjáist hefur ekki margt með tungumálið að gera. Þess vegna er heldur ekk-
ert til sem kalla mætti „rödd hinna kúguðu“ eða „tungumál fórnarlamba.“
Tungumál fórnarlambanna virkar ekki lengur og þjáning þeirra er meiri en
svo að þau megni að setja saman ný orð. Aðrir verða að færa stöðu þeirra í
orð. Frjálslyndi rithöfundurinn, skáldið og blaðamaðurinn eru góðir í því.
Frjálslyndi kenningasmiðurinn er það yfirleitt ekki.
Sá grunur að íronismi í heimspeki hafi ekki stutt frjálslyndi er á rökum
RIcHARD RoRTY