Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 238
237
reistur, en ástæðan fyrir þessu er ekki sú að íronísk heimspeki sé grimmd-
arleg í sjálfri sér. Ástæðan er að frjálslynt fólk hefur farið að vænta þess að
heimspekin vinni ákveðið verk – það er að segja, hún svari spurningum á
borð við „Hvers vegna á maður ekki að vera grimmur?“ og „Hvers vegna á
maður að vera umhyggjusamur?“ – og því finnst að hver sú heimspeki sem
tekur ekki þetta verkefni að sér hljóti að vera hjartalaus. En væntingarnar
eru tilkomnar vegna frumspekilegs uppeldis. Ef við gætum losað okkur við
þessar væntingar, myndi frjálslynt fólk ekki fara fram á að íronísk heim-
speki gerði það sem hún getur ekki gert og er ófær um samkvæmt skil-
greiningu hennar á sjálfri sér.
Tengingunni sem frumspekingurinn gengur út frá milli kenningar og
félagslegrar vonar annars vegar, bókmennta og einkaánægju hins vegar er
snúið við í frjálslyndismenningu íronismans. Í frumspekilegri frjálslynd-
ismenningu eru rannsóknasviðin sem áttu að leiða okkur bak við ásýndina
sem blasir við hverju okkar fyrir sig og til hins almenna og sameiginlega
raunveruleika – guðfræði, raunvísindi, heimspeki – líka þau sem áttu að
geta tengt mannfólkið saman og með því útrýmt grimmd. Í íronískri
menningu, á hinn bóginn, eru þau rannsóknasvið sem leitast við að skapa
innihaldsmiklar lýsingar í einkareynslu og hinu sérstæða í þessu hlutverki.
Einkum og sér í lagi eru það skáldsögur og margvísleg þjóðfræði sem gera
okkur næm á sársauka þeirra sem tala ekki tungumál okkar, sem verða að
vinna verkið sem útlistanir á sameiginlegu manneðli áttu áður að gera.
Samstaða er sett saman úr smáum bútum, ekki uppgötvuð í formi ein-
hverskonar frumtungumáls sem allir bera kennsl á þegar þeir heyra það.
og á móti þessu, í okkar stöðugt íronískari siðmenningu, hefur heim-
speki orðið mikilvægari fyrir þá viðleitni að fullkomna sig í einkalífi, frem-
ur en til hjálpar við félagsleg verkefni. Í næstu tveimur köflum mun ég
halda því fram að íronískir heimspekingar séu heimspekingar einkalífsins
– markmið þeirra sé að magna nafnhyggju- og söguhyggjulega íroníu.
Þeirra hugsun hefur lítið gildi fyrir opinber markmið og er gagnslaus fyrir
frjálslynda sem frjálslynda. Í sjöunda og áttunda kafla kem ég með dæmi
um hvernig rithöfundar geta stundum verið gagnlegir félagslega – hjálpað
okkur að veita uppsprettum grimmdarinnar í sjálfum okkur athygli og
sömuleiðis þeirri staðreynd að grimmd birtist einmitt þar sem við áttum
síst von á henni.
EInKAÍRonÍA oG Von FRJÁLSLYnDISInS