Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Page 240
239
Inngangur
Íronía sem alltumlykjandi samfélagslegt afl var megin viðfangsefni bókar
sem gefin var út rétt eftir síðustu aldamót. Greinasafnið Irony in Action:
Anthropology, Practice, and the Moral Imagination eða Íronía að verki: Mannfræði,
iðkun og siðferðilegt ímyndarafl, var ákveðin niðurstaða samræðu innan mann-
fræði, og tengdra greina, um valdapólitík íroníunnar og siðferðilega ábyrgð
þeirra sem höndla hana. Bókin var ein af þeim fyrstu til að fjalla um þetta, í
einhverjum skilningi „nútímalega” viðfangsefni út frá sjónarhorni etnógrafíu,
þ.e. rannsóknum á lifnaðarháttum og menningu á vettvangi, sem oft fer fram
með þátttökuathugunum og viðtölum. Ritstjórar bókarinnar, og höfundar
eftirfarandi greinar, eru þau Mary Taylor Huber og James W. Fernandez.
Huber er mannfræðingur og emerítus við carnegie-stofnunina en hún hefur
meðal annars stundað rannsóknir á menningu nýlendna og tengsl trúboðs
og kyngervis. Með þekktari bóka hennar er The Bishops’ Progress: A Historical
Ethnography of Catholic Missionary Experience on the Sepik Frontier og Gendered
Missions: Women and Men in Missionary Discourse and Practice.1 Fernandez er
prófessor í mannfræði og félagsvísindum við chicago-háskóla og á að baki
langan feril etnógrafískra rannsókna bæði í Afríku og á Spáni. Hann hefur
skrifað mörg víðlesin rit um aðferðafræði þátttökuathugana. Hann er einnig
þekktur fyrir rannsóknir sínar á samfélagsbreytingum, skilningi fólks á sögu
og samtíð og hvernig það leitast við að skyggnast fram í tímann.
Grein þeirra sem hér birtist í íslenskri þýðingu er inngangur að Íroníu í
1 The Bishops’ Progress: A Historical Ethnography of Catholic Missionary Experience on the
Sepik Frontier, Washington, D.c.: Smithsonian Institution Press, 1988. Gendered
Missions: Women and Men in Missionary Discourse and Practice, Ann Arbor: University
of Michigan Press, 1999.
Mary taylor huber og James W. Fernandez
Mannfræði íroníunnar
Ritið 1/2015, bls. 239–274